Home Fréttir Í fréttum Birtumagn í íbúðir hverfur nánast

Birtumagn í íbúðir hverfur nánast

53
0
Loftmynd/Reykjavíkurborg

„Ég keypti íbúð í hverfi sem mér leist mjög vel á og treysti þeim upp­lýs­ing­um sem voru til staðar og ég var kannski svo barna­leg að trúa því að eitt­hvað væri að marka það sem okk­ur var kynnt,“ seg­ir Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir vegna fyr­ir­hugaðra bygg­inga við Hauka­hlíð og Smyr­ils­hlíð sem hún seg­ir að laumað hafi verið í gegn­um skipu­lag um mitt sum­ar 2021.

<>

Sig­ríður seg­ir hverfið í dag eiga lítið skylt við það hverfi sem það átti að vera og íbú­arn­ir hafi reynt að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að stöðva þess­ar fram­kvæmd­ir.

„Bygg­ing fimm hæða húss varp­ar skugga þannig að ég í minni íbúð á þriðju hæð fæ ekki sól­ar­ljós allt árið um kring. Mín íbúð eins og fleiri íbúðir í hús­inu hef­ur ekki glugga út í inn­g­arða og er hönnuð með það fyr­ir aug­um að fá birtu úr vestri og norðvestri þar sem áttu að vera lægri bygg­ing­ar.“

Morg­un­blaðið hef­ur áður greint frá því að Bjarg íbúðafé­lag hygg­ist byggja 83 íbúðir á I-reit, sem er á horni Hauka­hlíðar, Smyr­ils­hlíðar og Bæj­ar­leiðar. Rétt er að taka fram að um­deild­ur bygg­ing­ar­reit­ur gerði ráð fyr­ir 70 íbúðum í skipu­lag­breyt­ing­unni 2021.

Aug­lýst í sum­ar­frísmánuði
Sig­ríður, sem býr í Smyr­ils­hlíð 2, seg­ir að breyt­ing­ar á skipu­lagi Hlíðar­enda­svæðis frá 2010 séu svo marg­ar að ekki sé fyr­ir venju­legt fólk að fylgj­ast með því. Þegar hún keypti sína íbúð voru sýnd­ir bygg­ing­ar­reit­ir merkt­ir G og H vest­an við henn­ar hús. Á þeim reit­um var gert ráð fyr­ir at­vinnu­hús­næði. Á H-reit var gert ráð fyr­ir 3-4 hæða hús­um en á G-reit var hæð á hús­um ekki til­greind. Sunn­an við G-reit­inn var grænn reit­ur af­markaður með text­an­um: „Opið svæði til bráðabirgða – framtíðar bygg­ing­ar­reit­ur.“

Sum­arið 2021 aug­lýsti Reykja­vík­ur­borg breyt­ingu á þessu skipu­lagi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út föstu­dag­inn 24. janú­ar.

Heimild: Mbl.is