Home Fréttir Í fréttum Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029

Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029

24
0
Ummerki kófhlaups mánudaginn 27. mars 2023, á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Flóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 metra löngum kafla og náði 10-20 metra niður á neðri garðhliðina.

Bætt hef­ur verið í fram­kvæmd­ir við varn­ar­virki vegna of­an­flóða í bæði Nes­kaupstað og á Seyðis­firði.

<>

Tóm­as Jó­hann­es­son,  sér­fræðing­ur í of­an­flóðahættumati á Veður­stofu Íslands, seg­ir að á báðum stöðum standi nú yfir mjög mikl­ar varn­ar­virkja­fram­kvæmd­ir.

Hluti beggja bæj­ar­fé­laga var rýmd­ur í gær vegna hættu á snjóflóðum.

Áfanga náð í sum­ar
Í sam­tali við mbl.is nefn­ir Tóm­as að verið sé að reisa tvær keil­ur í miðjum far­vegi Nes­gils­ins þar sem flóðið féll sem lenti á hús­un­um í Nes­kaupstað árið 2023.

„Við eig­um von á að í sum­ar verði tals­verðum áfanga náð og keil­ur verði komn­ar fyr­ir næsta vet­ur sem mikið gagn verði af,“ seg­ir Tóm­as.

Á Seyðis­firði hill­ir und­ir verklok við upp­bygg­ingu varn­argarða fyr­ir Norður­bæ­inn en þar er verið að byggja þrjá varn­argarða og sjö keil­ur.

24 fór­ust 1885
Mörg­um eru enn í fersku minni aur­skriðurn­ar á Seyðis­firði árið 2020 en Tóm­as seg­ir að Norður­bæn­um á Seyðis­firði sé fyrst og fremst ógnað af snjóflóðum.

Þar varð mann­skæðasta snjóflóð Íslands­sög­unn­ar árið 1885, en 24 fór­ust þegar snjóflóð féll úr fjall­inu Bjólfi.

„Garðarn­ir eru að rísa á því svæði slysið átti sér stað,“ seg­ir Tóm­as.

Garðarn­ir sem rísa eru Bakkag­arður, Fjarðarg­arður og Öldug­arður í verk­efni sem er mjög langt komið.

„Efsti hlut­inn af Bakkag­arðinum er eft­ir en hinir tveir garðarn­ir eru að segja má til­bún­ir nema ein­hver smá frá­gang­ur efst á Fjarðarg­arðinum,“ seg­ir Tóm­as og bæt­ir við að keil­urn­ar hafi risið.

Verklok eru fyr­ir­huguð 2026 á Seyðis­firði og 2029 í Nes­kaupstað. Í síðar­nefnda bæn­um féll eins og áður sagði flóð árið 2023 og þótti mildi að eng­inn hefði slasast eða jafn­vel lát­ist.

Fyrstu sinn­ar teg­und­ar
Eft­ir að stóru skriðurn­ar féllu á Seyðis­firði 2020 var ráðist í að reisa þar varn­argarða. Tóm­as seg­ir þá garða vera komna í fyr­ir­hugaða hæð sem bráðabirgðavörn og sums staðar séu þeir nokk­urn veg­inn í end­an­legri mynd.

„Sam­hliða þeirri fram­kvæmd var gerð út­tekt á varn­ar­virkj­um sem ligg­ur nú fyr­ir en eft­ir er að hanna þær varn­ir. Það eru skriðuvarn­ir sem að sumu leyti eru fyrstu varn­ir sinn­ar teg­und­ar á land­inu og þar á meðal ákveðnar ráðstaf­an­ir til að drena vatn úr hlíðinni og lækka vatns­borð, sem teng­ist því hvenær skriðurn­ar fara af stað,“ seg­ir Tóm­as frá.

Hann seg­ir að gera þurfi ýms­ar rann­sókn­ir til að full­víst sé að allt virki eins og til sé ætl­ast áður en því verk­efni lýk­ur.

„Það eru fram­kvæmd­ir sem eru í und­ir­bún­ingi og munu taka mörg ár.“

Tóm­as Jó­hann­es­son, sér­fræðing­ur í of­an­flóðahættumati á Veður­stofu Íslands.

Hús­næði rísi á áður bönnuðum svæðum
Spurður um skil­grein­ingu hættu­svæða eft­ir að varn­ir eru komn­ar upp seg­ir Tóm­as að þau séu þá end­ur­skil­greind eða færð til eft­ir því sem talið sé að varn­ir séu trygg­ar.

„Eng­in varn­ar­virki eru full­kom­lega ör­ugg þannig að áfram eru hættu­svæði und­ir þeim. Varn­ar­virk­in draga mjög mikið úr hætt­unni og þannig verður leyfi­legt að reisa ný at­vinnu- og íbúðar­hús á stór­um svæðum und­ir varn­ar­virkj­un­um á svæðum þar sem það var áður bannað.“

Þá seg­ir hann að rým­ingaráætl­un verði end­ur­skoðuð og ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir þegar snjóflóðahætta verði sem og hættumatið sjálft sem haft sé til hliðsjón­ar þegar verið er að skipu­leggja ný­bygg­ing­ar og þróa byggð.

Öryggis­viðbúnaður kom vel út
Öryggis­viðbúnaður kom vel út þegar flóðin féllu í Nes­kaupstað 2023 að sögn Tóm­as­ar. Reynt hafi á all­ar þrjár teg­und­ir varna; stoðvirki, keil­ur og garða.

Sjá mátti hvar snjóflóðin áttu upp­tök sín í efsta hluta fjalls­ins og hægt var að rekja hvernig stoðvirk­in sem þar voru reist komu í veg fyr­ir að snjóflóð færu af stað á þeim svæðum.

„Snjóflóðin lentu af mikl­um krafti á keil­um og görðum þannig að flóð sem komu greini­lega á mikl­um hraða og skullu á keil­un­um eða görðunum hrönnuðust þar upp og köstuðust upp í loftið í stað þess að halda áfram á fullri ferð.“

Virt­ust þau sýni­lega hafa orðið fyr­ir mikl­um áhrif­um af því að brems­ast þarna niður að sögn Tóm­as­ar. Snjór hafi hlaðist upp ofan við þessi varn­ar­virki sem meta mátti rúm­málið á og giska hvað hefði farið langt ef varn­ar­virk­in hefðu ekki komið til.

„Það var bara mjög um­tals­vert.“

Hug­ur í nýrri rík­is­stjórn
Seg­ist hann heyra að hug­ur sé í nýju rík­is­stjórn­inni á að leggja áherslu á þetta mál­efni og ljúka fram­kvæmd­um sem allra fyrst.

„Þessi hrina er nú skömmu eft­ir fyrsta viðtal um­hverf­is­ráðherr­ans um snjóflóðavarn­ir og of­an­flóðamál og er hún góð áminn­ing um að halda vel á spöðunum og reyna að koma vörn­um upp sem allra fyrst.“

Heimild: Mbl.is