Home Fréttir Í fréttum Ekki ljóst hver kostnaður verður

Ekki ljóst hver kostnaður verður

77
0
Framkvæmdir standa nú yfir á þakinu á Brákarborg. Hætt hefur verið við að setja torf aftur á þakið, en það var fjarlægt síðasta sumar. Morgunblaðið/Eggert

„Fram­kvæmd­ir við Brákar­borg ganga nokkuð vel,“ seg­ir Hjör­dís Rut Sig­ur­jóns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi á Skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, en gert hafði verið ráð fyr­ir að breyt­ing­ar á hús­næðinu myndu taka a.m.k. sex mánuði.

<>

Búið er að setja upp vinnupalla og auk vinnu við þakið hef­ur vinna haf­ist inn­an­húss við að und­ir­búa nýja burðar­veggi á 1. hæð og í kjall­ara. Þá eru einnig fram­kvæmd­ir við hliðrun á lagna­kerf­um í veggj­um hafn­ar.

Brákar­borg flutti á Klepps­veg 150-152 í lok sum­ars 2022, en í hús­næðinu var áður kyn­líf­stækja­versl­un­in Adam og Eva. Kostnaður við breyt­ing­ar á hús­næðinu var þá tæp­lega 1,3 millj­arðar króna.

„Í lok síðasta sum­ars var allt torf tekið af þak­inu og frek­ari vinna við þakið far­in af stað. Ásteypu­lag sem sett var á við end­ur­gerð húss­ins verður fjar­lægt og byggt svo­kallað viðsnúið þak. Torf verður ekki sett á þakið að nýju,“ seg­ir Hjör­dís, en verk­fræðistof­an Verkís og VSÓ Ráðgjöf tóku út burðarþol þaks­ins og í ljós kom að það stóðst ekki ýtr­ustu staðla. VSÓ Ráðgjöf sér um eft­ir­lit og ráðgjöf verks­ins.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is