Home Fréttir Í fréttum Góður skriður á verkefninu

Góður skriður á verkefninu

102
0
Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri á skrifstofu sinni í gamla Blikastaðabænum. Morgunblaðið/Eyþór

Kynn­ing­ar­fund­ur á til­lögu í vinnslu, þ.e.a.s. forkynn­ing, fyr­ir fyrsta áfanga Blikastaðalands verður hald­inn fyr­ir íbúa og al­menn­ing í Hlé­garði í Mos­fells­bæ í gær, mánu­dag. Á kynn­ing­unni gafst tæki­færi til að koma með ábend­ing­ar við skipu­lagið og þær fram­kvæmd­ir sem í vænd­um eru, en Blikastaðaland ehf., fé­lag í eigu Ari­on banka, stend­ur fyr­ir upp­bygg­ingu íbúða og at­vinnu­hús­næðis á land­inu.

<>

Forkynn­ing er hluti af skipu­lags­ferli og hleyp­ir fólki og fagaðilum fyrr að verk­efn­um, þar sem þeim gefst kost­ur á að koma með ábend­ing­ar við til­lög­una, sem nýt­ast til frek­ari mót­un­ar henn­ar.

Stefnt er að því að kynna full­mótað deili­skipu­lag í lok árs 2025. Í fram­haldi verður farið í innviðaupp­bygg­ingu og að lok­um íbúðaupp­bygg­ingu sem gæti haf­ist 2027.

Mik­ill vilji til verka

„Það er mik­ill vilji til verka núna. Það er kom­inn góður skriður á verk­efnið. Sveit­ar­fé­lagið hef­ur gefið allt sitt í þetta og sam­starfið hef­ur gengið mjög vel. Bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar eru stút­full­ar af hæfi­leika­ríku fólki sem er annt um sveit­ar­fé­lagið og vill veg og vanda þess sem mest­an,“ seg­ir Þor­gerður Arna Ein­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Blikastaðalands ehf. í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Eins og sagt hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu er Blikastaðaland eitt stærsta óbyggða land á höfuðborg­ar­svæðinu. Mark­miðið er að skapa eft­ir­sókn­ar­vert, blandað og spenn­andi hverfi með áherslu á nærum­hverfið, nátt­úru, sam­göng­ur og þjón­ustu. Hverfið mun inni­halda fjöl­breytt hús­næði í blandaðri byggð sem rísa mun í kring­um gamla Blikastaðabæ­inn sem gerður verður upp og gædd­ur lífi. Mos­fell­ing­ur­inn og skemmtikraft­ur­inn Dóri DNA vinn­ur hug­mynda­vinnu fyr­ir gamla bæ­inn og framtíð hans. „Blikastaðabær­inn verður hjartað í hverf­inu með borg­ar­línu­stöð, versl­an­ir og veit­inga­hús m.a.“

Víðtækt sam­ráð lyk­il­atriði

Þor­gerður seg­ir að víðtækt sam­ráð sé lyk­il­atriði í allri þeirri vinnu sem átt hef­ur sér stað í tengsl­um við Blikastaðalandið. Fund­ur­inn á mánu­dag sé hluti af því. „Það er mik­il­vægt að tryggja rétta mönn­un teym­is­ins strax í upp­hafi. Það er ekki nóg að vera með hóp af hæf­um sér­fræðing­um ef eng­ir geta talað sam­an. Teymið þarf að búa yfir sköp­un­ar­krafti, gagn­rýnni hugs­un og hæfi­leik­an­um til að setja sig í spor annarra og sjá verk­efnið út frá mörg­um ólík­um sjón­ar­horn­um,“ út­skýr­ir Þor­gerður.

Íslenska hönn­un­ar­stof­an Nordic Office of Architect­ure leiðir vinnu við gerð skipu­lags svæðis­ins og mynd­ar teymi hönnuða með SLA, danskri lands­lags­arki­tekta­stofu, og verk­fræðistof­unni EFLU.

Þor­gerður seg­ir að nátt­úr­an spili stóra rullu í hönn­un svæðis­ins. Tölvu­teikn­ing/​Nordic Office of Architect­ure

SLA er rómuð og eft­ir­sótt stofa á alþjóðavísu eins og Þor­gerður út­skýr­ir. „SLA er leiðandi í hönn­un þegar kem­ur að sam­spili manns og nátt­úru. Þetta er í fyrsta skipti sem þau vinna að verk­efni hér á landi. Aðkoma þeirra að verk­efn­inu gef­ur því nýja vídd. Hún er til marks um áhersl­ur okk­ar og metnað í að skapa aðlaðandi um­hverfi þar sem sam­spil nátt­úru, mann­lífs og byggðar er sett í for­grunn. Varðveisla og efl­ing nátt­úru­gæða og sögu er grunn­stef í skipu­lagi hverf­is­ins sem hófst á skil­grein­ingu og af­mörk­un nátt­úru­gæða, of­an­vatns, grænna geira, Blikastaðabæj­ar­ins, skóla­lóðar o.fl. Þetta slær tón­inn fyr­ir byggðamynst­ur svæðis­ins.“

Lík­ist vest­ur­bæn­um

Spurð nán­ar um hvaða byggðamynst­ur fólk megi eiga von á að sjá á Blika­stöðum seg­ir Þor­gerður að það muni líkj­ast gamla vest­ur­bæn­um í Reykja­vík. „Það var mik­il áhersla lögð á blandaða byggð allt frá ein­býl­is­hús­um, par- og raðhús­um yfir í fjöl­býl­is­hús. Þá var mikið lagt upp úr mann­leg­um skala. Fyr­ir vikið eru öll fjöl­býli 2-4 hæðir en ein­staka horn­hýsi ná 5 hæðum. Þá er einnig lagt mikið upp úr tölu­verðu upp­broti í byggðinni og að birta verði sem mest í öll­um íbúðum og skjól sem best. Enn­frem­ur hafa mörg minni fjöl­býl­is­hús­in sér­býl­is­húsak­arakt­er, þ.e.a.s. þetta verða eign­ir með sér­inn­gangi og sér­notareit­um. Ég er þess full­viss að byggðin verði virki­lega vin­sæl og þá sér­stak­lega meðal þeirra sem vilja búa í góðum tengsl­um við nátt­úr­una, í aðstæðum sem minna á hverf­in sem við þekkj­um úr æsku.“

Fyrstu hús gætu byrjað að rísa á svæðinu 2027 eins og fyrr sagði og mögu­lega geta fyrstu íbú­ar flutt inn árið 2028. Upp­bygg­ingu verður lík­lega skipt upp í þrjá áfanga en í þeim fyrsta er gert ráð fyr­ir 1.200-1.300 íbúðum og allt að 3.000-3.500 íbú­um.

„Það eru fá svæði á höfuðborg­ar­svæðinu jafn fýsi­leg til upp­bygg­ing­ar,“ seg­ir Þor­gerður en byggðin mun koma í nátt­úru­legu flæði frá nú­ver­andi byggð í Mos­fells­bæ.

Borg­ar­lín­an færð fram­ar

Borg­ar­lín­an mun aka í gegn­um hverfið en vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar var borg­ar­lín­an færð fram­ar í fram­kvæmda­ferlið í nýj­um sam­göngusátt­mála. Blikastaðir eru nú í öðrum áfanga borg­ar­línu að sögn Þor­gerðar, á áætl­un 2033.

Varðandi bíla­eign íbúa í hverf­inu seg­ir Þor­gerður að gert sé ráð fyr­ir að fólk noti fjöl­breytt­ar sam­göng­ur en hins veg­ar verði bíla­stæði tryggð í sér­býli jafnt sem fjöl­býl­um.

Um­ferð er oft þung úr Mos­fells­bæ til Reykja­vík­ur, einkum á morgn­ana. Mun um­ferðin ekki enn þyngj­ast með nýja hverf­inu?

Þor­gerður seg­ir að um­ferðin sé sam­eig­in­legt verk­efni alls höfðuborg­ar­svæðis­ins. Hún komi til með að minnka til muna með til­komu Sunda­braut­ar enda noti ekki ein­göngu íbú­ar Mos­fells­bæj­ar Vest­ur­lands­veg­inn held­ur þjón­ar hann öll­um sem keyra til og frá Vest­ur­landi. Mark­hóp­ur hverf­is­ins eru að sögn Þor­gerðar all­ir þeir sem vilja búa á höfuðborg­ar­svæðinu í góðri teng­ingu við aðliggj­andi nátt­úru og heilsu­efl­andi sam­fé­lag. „Svæðið er í mik­illi ná­lægð við tvo golf­velli. Eins er fjöld­inn all­ur af göngu­stíg­um sem um­lykja svæðið og leiða mann meðal ann­ars á hin ýmsu fell sem ein­kenna Mos­fells­bæ.“

Spurð um áhuga á verk­efn­inu seg­ir Þor­gerður að hann sé mik­ill bæði hjá íbú­um Mos­fells­bæj­ar og kjörn­um full­trú­um. „Við finn­um einnig fyr­ir mikl­um áhuga frá al­menn­ingi, fram­kvæmdaaðilum og fag­sam­fé­lagi arki­tekta og hönnuða á öllu höfuðborg­ar­svæðinu. Það er ekki oft sem svona stórt land er brotið und­ir nýja byggð á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Hvar er verk­efnið statt – eru ein­hverj­ar fram­kvæmd­ir hafn­ar?

„Það eru eng­ar áþreif­an­leg­ar fram­kvæmd­ir hafn­ar en und­ir­bún­ing­ur við varðveislu og efl­ingu gróðurs og nátt­úrufars á svæðinu er haf­inn. Til dæm­is erum við búin að búa til tvo hólma úti í Skála­túns­lækn­um til að laða að fugla­líf. Ná­grenni lækj­ar­ins verður end­ur­skapað í anda óbyggðra svæða, sam­an­ber Elliðaár­dal­inn, en læk­ur­inn og um­hverfi hans af­marka fyrsta áfanga byggðar­inn­ar.“

Þor­gerður ít­rek­ar hvað nátt­úr­an spil­ar stóra rullu í hönn­un svæðis­ins. „Við vild­um strax setja nátt­úr­una í for­gang og gera mikið úr henni. Hönn­un­art­eymið eyddi góðu púðri í að skoða hvaða gæði væru í boði. Lands­lag hef­ur alltof oft verið flatt út á Íslandi fyr­ir íbúðabyggð en við erum að fara öf­uga leið. Við horf­um fyrst á lands­lagið og drög­um fram hluti eins og klapp­ar­kolla og læki og lög­um byggðina að því. Græn­ir geir­ar fá fyrst pláss en svo púsl­ast íbúðabyggðin sam­an við.“

Snúa á móti sólu

Gert er ráð fyr­ir samþætt­um leik- og grunn­skóla í fyrsta áfanga deili­skipu­lags­ins ásamt stak­stæðum leik­skóla. Skól­arn­ir fá bestu staðina í hverf­inu að sögn Þor­gerðar. „Þeir snúa á móti sólu og fyr­ir neðan er óhindruð nátt­úra. Aðkoma að þeim er góð með göngu­stíg­um.“

Marg­ir hafa spurt sig af hverju banki standi í upp­bygg­ingu sem þess­ari. Þor­gerður seg­ir að fáir séu í raun bet­ur til þess falln­ir. „Þetta er gríðarlega þungt og kostnaðarsamt verk­efni og næg­ir þar að nefna all­ar þær rann­sókn­ir og grein­ing­ar sem þarf að gera ásamt hinu víðtæka sam­ráði. Nokkr­ir aðilar hafa í gegn­um tíðina reynt að hefja upp­bygg­ingu á svæðinu en þurft frá að hverfa. Ég lít á það sem svo að hlut­verk mitt og bank­ans sé að koma þess­ari eign í vinnu, sam­fé­lag­inu öllu til heilla,“ seg­ir Þor­gerður að lok­um.

Heimild: Mbl.is