Verkís tók að sér hönnun á stækkun Kleppsbakka fyrir Faxaflóahafnir sf. Verkefnið felst í hönnun á nýjum 400 m hafnarbakka auk 70 m framlengingu á núverandi Kleppsbakka.
Stækkunin er í heild 470 m af nýjum viðlegukanti með tilheyrandi greftri, fyllingum og niðurrrekstri stálþils. Einnig skal fergja hafnarbakkann og reka niður stálstaura, undirstöður fyrir gámakrana ásamt steyptum sporbita, kantbita og steyptri plötu milli kantbita og sporbita ásamt lögnum fyrir snjóbræðslu, vatn, fráveitu og rafmagn. Verkinu er skipt í 3 áfanga en því skal að fullu lokið 1. júní 2019.
Verkís hefur ennfremur haft umsjón með útboði á stálþili, verkframkvæmd og eftirliti fyrir hönd verkkaupa. Stálþilsútboði er lokið. Tilboð í verkframkvæmd voru opnuð í lok apríl og tilboð í umsjón og eftirlit verða opnuð í maí. Verkið er af þeirri stærðargráðu að það hefur verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu, bæði innkaup á stálþili og verkframkvæmd.
Hönnunardýpi við nýjan 400 m viðlegukant er -13,5 m. Bakkinn er úr samsettu stálþili sem rekið er í efnisskiptaskurð í kóta -19,5 m. Þilið er samsett úr H-bitum en milli þeirra eru az-prófílar. Við rekstur H-bitanna verður notuð sérstök grind til að tryggja fullnægjandi nákvæmni í staðsetningu bitanna. Hönnunin var um ýmislegt frábrugðin hönnun núverandi bakka í Sundahöfn, en bæði var viðlegudýpi meira ásamt meira yfirborðsálagi frá hafnarkrönum en þekkist úr fyrri hönnun (gantry krani og mobile kranar). Viðlegukantur hefur ekki áður verið byggður úr samskonar stálþili hérlendis. Stálstauraundirstöður undir kranaspor eru H-bitar, HP 400×176. Lengd staura er breytileg, frá 19 – 29 m. Alls verða reknir niður 218 staurar undir kranasporin.
Helstu stærðir í verkinu eru:
Losa klöpp og gröftur í sjó
Fyllingar
Viðlegukantur, stálþil
Steinsteypa
Lagnir
Ídráttarrör
Heimild: Verkís.is