Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vinna við Hvammsvirkjun að hefjast

Vinna við Hvammsvirkjun að hefjast

98
0
Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Tölvumynd/Landsvirkjun

Fyr­ir­tækið Fossvél­ar ehf. á Sel­fossi, sem Lands­virkj­un samdi við um fyrstu fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un í Þjórsá, hófst handa í des­em­ber við und­ir­bún­ing en í næstu viku flyt­ur fyr­ir­tækið enn fleiri vinnu­vél­ar og tækja­búnað á svæðið. Fyr­ir­tækið mun m.a. sjá um vega­gerð og fiskistiga við Þjórsá.

<>

Þá hef­ur Lands­virkj­un óskað eft­ir til­boðum í vinnu­búðir við Hvamm 3 í Landsveit með gist­i­rými fyr­ir allt að 32 starfs­menn, skrif­stofu­rými, mötu­neyti, heilsu­rækt og heilsu­gæslu.

Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp­ur og Rangárþing ytra und­ir­búa nú skip­un sér­stakr­ar eft­ir­lits­nefnd­ar með fram­kvæmd­um við Hvamms­virkj­un en slík nefnd hef­ur ekki verið skipuð áður.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is