Home Fréttir Í fréttum Kynna frumhönnun að hótelinu

Kynna frumhönnun að hótelinu

48
0
Frumhönnun Miðað er við að lægri hluti byggingarinnar verði 5 hæðir en sá hærri 10 hæðir. Teikningar/THG arkitektar

Jón­as Þór Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri 105 Miðborg­ar, seg­ir það munu skýr­ast á næstu mánuðum hvort byggt verði hót­el vest­ast á Kirkju­sandi. Meðal ann­ars verði tekið mið af gang­in­um í ferðaþjón­ust­unni á kom­andi ári.

<>

„Þetta er ein­stakt tæki­færi til að ljúka þess­ari upp­bygg­ingu við strand­lengj­una með flottu hót­eli. Hót­elið yrði kenni­leiti fyr­ir Kirkju­sand­inn og Borg­ar­túnið enda á horn­lóð við hafið,“ seg­ir Jón­as Þór og sýn­ir blaðamanni frum­hönn­un að hót­eli sem unn­in var af Frey Frosta­syni, arki­tekt hjá THG arki­tekt­um.

Nú er miðað við að bygg­ing­in verði tví­skipt í 5 hæðir og 10 hæðir og með lokuðum inn­g­arði. Gert er ráð fyr­ir 285 her­bergj­um og yrði hót­elið þá það þriðja stærsta á land­inu í her­bergj­um talið. Sam­kvæmt teikn­ing­um er bygg­ing­in um 8.450 fer­metr­ar of­anj­arðar og um 1.500 fer­metr­ar neðanj­arðar. Miðað er við 100 stæði í bíla­kjall­ara og 19 bíla­stæði of­anj­arðar.

Fé­lagið 105 Miðborg er með um helm­ing af bygg­ing­ar­magni á Kirkju­sandi, rúm­lega 40 þúsund fer­metra. Fé­lagið er fag­fjár­festa­sjóður í rekstri og stýr­ingu Íslands­sjóða.

Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um þessi hót­elá­form. Nú síðast í fe­brú­ar sl. en þá kom fram að þau hefðu verið sett á ís vegna óvissu í ferðaþjón­ustu í kjöl­far jarðhrær­ing­anna við Grinda­vík.

Við sjáv­ar­síðuna Á þess­um drög­um má sjá Sæ­braut­ina og hafið í bak­grunni.

Á ís allt árið 2024
Jón­as seg­ir verk­efnið hafa verið á ís allt árið 2024. Tíma­áætlan­ir hafi því breyst og stjórn­end­ur 105 Miðborg­ar tekið þá ákvörðun að byggja ekki hót­elið held­ur selja lóðina. Fé­lagið sé enda að ljúka upp­bygg­ingu 115 íbúða við hlið hót­ellóðar­inn­ar sem sé síðasta óbyggða lóðin í eigu þess á svæðinu.

„Við vor­um með áætlan­ir í fyrra um að halda áfram með verk­efnið síðasta vor. Það er hins veg­ar ekk­ert laun­ung­ar­mál að sett var spurn­ing­ar­merki við ferðaþjón­ust­una eft­ir at­b­urðina í Grinda­vík í lok árs­ins 2023,“ seg­ir Jón­as Þór. Færri ferðamenn hafi komið til lands­ins síðustu vik­ur árs­ins 2023 og á fyrri hluta árs­ins 2024 en áætlað var.

Bíða og sjá
„Ferðaþjón­ust­an tók hins veg­ar vel við sér á seinni hluta árs­ins sem er mjög já­kvætt. Við bíðum eins og fleiri eft­ir því að sjá hvernig vöxt­ur­inn verður á kom­andi árum. Verðum við áfram með Ísland­vöxt í ferðaþjón­ust­unni eða erum við fara inn í hefðbundn­ari vöxt?“ spyr Jón­as Þór.

Fyr­ir­hugað hót­el á Kirkju­sandi bjóði upp á mikla mögu­leika.

Gróður og skjól Gert er ráð fyr­ir inn­g­arði á milli bygg­ing­ar­hluta hót­els­ins.

„Þetta er frá­bær staður og með hliðsjón af fjölda her­bergja ætti rekst­ur hót­els­ins að vera afar arðbær. Það ætti að vera mik­ill áhugi á því ef menn vilja al­mennt hefja hót­el­rekst­ur við miðbæ­inn,“ seg­ir Jón­as Þór og út­skýr­ir að í Evr­ópu og víðar hafi vöxt­ur­inn í hót­el­geir­an­um fyrst og fremst verið í hót­el­um af þessu tagi. Hót­el­um sem eru vel staðsett og með mörg­um her­bergj­um miðað við fer­metra­fjölda. Hug­mynda­fræðin gangi að hluta út á sjálfsaf­greiðslu, þar með talið á veit­ing­um, og að vera ekki að reka dýra þjón­ustu.

„Hót­elið yrði því rekstr­ar­létt en slík hót­el eru ein­mitt í mestri gerj­un í heim­in­um í dag, til dæm­is Moxy-hót­el­in og Aloft-hót­el­in. Hót­el með litl­um her­bergj­um, sem eru vel staðsett í miðborg­un­um. Slík hót­el hafa verið að koma mjög vel út í rekstri í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um og víða er nú mest byggt af slík­um hót­el­um. Síðustu ár hafa komið mörg fín og flott hót­el á ís­lenska markaðinn en það vant­ar þessa vídd á markaðinn, sem eru minni og hag­kvæm­ari hót­el sem bjóða upp á hag­kvæm­ari gist­ingu en á 5 stjörnu hót­el­un­um,“ út­skýr­ir Jón­as Þór.

Jón­as Þór Jónas­son

Fleiri kost­ir í stöðunni
Það muni skýr­ast á fyrri hluta næsta árs hvort gengið verði til samn­inga við aðila sem muni byggja hót­el. Annaðhvort verði hót­el­verk­efn­inu haldið áfram eða aðrir mögu­leik­ar skoðaðir, t.d. með upp­bygg­ingu á skrif­stofu­hús­næði eða blöndu af skrif­stofu­hús­næði og íbúðum. Fyr­ir­hugað hót­el og nær­liggj­andi íbúðir eru á svo­nefnd­um F-reit, vest­ast á Kirkju­sandi.

Bíla­kjall­ari verður und­ir reitn­um og upp­lýs­ir Jón­as Þór að 105 Miðborg muni ekki ljúka við bíla­kjall­ar­ann á hót­ellóðinni held­ur eft­ir­láta vænt­an­leg­um lóðar­höf­um það verk­efni. Fé­lagið hafi þegar ráðist í jarðvegs­skipti á hluta lóðar­inn­ar til þæg­inda fyr­ir vænt­an­leg­an kaup­anda og eins sé búið að byggja um 30 bíla­stæði á hót­ellóðinni.

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is