Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á Garðatorgi í Garðabæ

Framkvæmdir á Garðatorgi í Garðabæ

338
0

Framkvæmdir á lóðinni Garðatorgi 6 hefjast á næstu dögum en þar verður byggt verslunar- og íbúðahúsnæði á þremur hæðum auk kjallara og bílakjallara. Garðatorg 6 er síðasta húsið sem rís á torginu, samkvæmt deiliskipulagi fyrir miðbæ Garðabæjar og því boðar bygging þess lokaáfangann í uppbyggingu nýs miðbæjar Garðabæjar.

<>

Í húsinu verður verslun eða þjónusta á jarðhæð og samtals 12 íbúðir á hæðunum fyrir ofan.

Þriggja vikna jarðvinna

Jarðvinna hefst á lóðinni á næstu dögum, það er uppgröftur og fleygun á klöpp. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið innan þriggja vikna eftir að hún hefst. Kappkostað verður að lágmarka ónæði og óþægindi eins og mögulegt er en óhjákvæmilega fylgir framkvæmdum sem þessum rask sem íbúar, starfsmenn og gestir á Garðatorgi munu finna fyrir. Þegar jarðvinnu er lokið hefst vinna við uppsteypu og utanhússfrágang. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok maí 2017.

Framkvæmdasvæðið verður afmarkað með byggingargirðingu. Samhliða framkvæmdinni verður innkeyrslunni inn á Garðatorg frá Vífilsstaðavegi breytt.

Verktakinn við byggingu hússins er LNS Saga en verkkaupi er Klasi, fasteignafélag hf.

Ekki er búið að ákveða verktaka við færslu innkeyrslunnar en verkkaupi þeirrar framkvæmdar er Garðabær.

Mynd sem sýnir fyrirhugað vinnusvæði (pdf-skjal).

Heimild: Garðabær