Home Fréttir Í fréttum Húsið fokhelt án byggingarleyfis

Húsið fokhelt án byggingarleyfis

67
0
Eins og sjá má á myndinni er húsið risið þótt það sé ekki fullbúið. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson

„Við erum enn að bíða eft­ir skipu­lagi á þess­ari lóð á Rangár­flöt­um 6,“ seg­ir Har­ald­ur Birg­ir Har­alds­son, skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúi Rangárþings ytra, en á lóðinni sem er sunn­an meg­in við Stracta-hót­elið á Hellu er engu að síður risið fok­helt hús.

<>

Hreiðar Her­manns­son eig­andi hót­els­ins hafði verið að byggja hús á eig­in lóð en fór út fyr­ir lóðina sem hann hafði bygg­ing­ar­rétt á, yfir á lóð í eigu sveit­ar­fé­lags­ins.

Þegar hann er spurður hvort hægt sé að byrja að reisa hús án þess að skipu­lag fyr­ir lóðina sé samþykkt seg­ir Har­ald­ur Birg­ir svo ekki vera, en eng­ar fund­ar­gerðir um skipu­lag eða bygg­ing­ar­leyfi þar að lút­andi eru á vefsvæði sveit­ar­fé­lags­ins.

„Sam­kvæmt lög­um má það ekki, en það er ekki þar með sagt að menn geri það ekki. Svo við urðum að bregðast við. Ég stöðvaði fram­kvæmd­ir á lóðinni á húsi sem hann hef­ur ekki leyfi fyr­ir. Í kjöl­farið sæk­ir hann um lóðina sem hann er kom­inn inn á og sveit­ar­stjórn­in út­hlut­ar hon­um lóðinni með þeim skil­yrðum að það skuli lagt fram skipu­lag og annað til að hægt sé að gefa út bygg­ing­ar­leyfi á grunni skipu­lags eins og lög gera ráð fyr­ir. Tím­aramm­inn er löngu liðinn hvað mig varðar, því ég hef ekki fengið skipu­lagið í hend­urn­ar og ekki gefið út bygg­ing­ar­leyfi.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is