Home Fréttir Í fréttum Bærinn búinn að eyrnamerkja milljarð í Skessuna

Bærinn búinn að eyrnamerkja milljarð í Skessuna

28
0
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnafjarðarbæjar, segir engan vilja sjá þetta gamlagróna og öfluga félag fara í þrot. Samsett mynd

Hafn­ar­fjarðarbær hef­ur gert ráð fyr­ir millj­arði króna í greiðslu fyr­ir knatt­húsið Skess­una í fjár­hags­áætl­un árið 2025. FH skuld­ar hins veg­ar tæp­ar 1.200 millj­ón­ir króna í tengsl­um við bygg­ingu húss­ins. End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte verðmet­ur húsið á um 1,5 millj­arða króna.

<>

FH hafði um 790 millj­ón­ir króna á milli hand­anna þegar bygg­ing húss­ins hófst. Heild­ar­kostnaður við húsið endaði hins veg­ar í rúm­lega 1,5 millj­arði króna. Get­ur fé­lagið ekki staðið skil á lán­töku vegna bygg­ing­ar húss­ins.

Eins og fram kom í gær var fjár­mála­óreiða í bók­haldi við bygg­ingu Skess­unn­ar. Þá hef­ur fé­lagið óskað eft­ir því að Hafna­fjarðarbær muni kaupa húsið og taka yfir rekst­ur þess. Meðal ann­ars kom fram að Jón Rún­ar Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi formaður knatt­spyrnu­deild­ar sá fé­lag­inu fyr­ir stál­grind og dúk í gegn­um fé­lag sitt Best hús og Viðar Hall­dórs­son, formaður fé­lags­ins, fékk greiðslu fyr­ir um­sjón verks­ins.

Eng­inn vilji sjá fé­lagið verða gjaldþrota

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafna­fjarðarbæj­ar, seg­ir eng­an vilja sjá þetta gam­la­gróna og öfl­uga fé­lag fara í þrot og seg­ir bæ­inn vilj­ug­an til þess að eign­ast og taka við rekstri Skess­unn­ar. Hins veg­ar sé ekki vilji hjá bæn­um að greiða upp­sett verðmat Deloitte fyr­ir húsið.

„Það er um ár síðan við hóf­um þess­ar samn­ingaviðræður. Þá leituðu þeir til okk­ar sem var kannski svo­lítið seint ef miðað er við aðstæður og þess­ar viðræður hafa staðið yfir síðan þá,“ seg­ir Rósa.

Skýrsla, um út­tekt á meðferð fjár­muna og rekstri Skess­unn­ar, var unn­in í fram­haldi af fyrri skýrslu sem Deloitte vann fyr­ir Hafn­ar­fjarðarbæ og skilað var 11. apríl 2024, um fjár­mála- og áhrifagrein­ingu vegna knatt­húss­ins Skess­unn­ar. Sam­sett mynd/​mbl.is/​Eggert

Töl­ur án skýr­inga

Seg­ir hún að í samn­ingaviðræðum hafi komið fram að ýms­ar töl­ur í bók­hald­inu voru án skýr­inga og var það hvat­inn að því að gerð var óðháð grein­ing á ráðstöf­un fjár­muna við fram­kvæmd húss­ins.

„Í fyrstu greindi okk­ur á um hvernig verðmeta ætti Skess­una. Svo koma þarna upp hlut­ir sem við fáum ekki nægj­an­lega góðar skýr­ing­ar á. Hvernig fé hafði farið á milli deilda og annað. En eins og staðan er þá er þetta inn­an­fé­lags­mál. Við erum ekki orðnir eig­end­ur að hús­næðinu og það er fé­lags­ins að út­kljá það hvernig fjár­mun­um hef­ur verið ráðstafað á þess­um tíma,“ seg­ir Rósa.

Töldu 790 millj­ón­ir duga

Ákveðið var að byggja Skess­una árið 2018. Hafði FH þá lagt hart að bæn­um að fá bætta aðstöðu með bygg­ingu knatt­húss. Að sögn Rósu fannst bæn­um það hins veg­ar of dýrt og þess vegna ákvað fé­lagið sjálft að fara í bygg­ingu þess. Um svipað leyti var verið að klára gerð eigna­skipta­samn­inga við íþrótta­fé­lög í bæn­um. Í takti við það keypti bær­inn eign­ir fé­lags­ins, Dverg­inn, Ris­ann og hand­bolta­húsið og fékk FH and­virðið til þess að byggja Skess­una með leyfi bæj­ar­ins.

„Þetta voru um 790 millj­ón­ir króna og þeir fengu leyfi til þess að byggja þetta hús sem átti að rúm­ast inn­an þessa fjár­magns­ramma,“ seg­ir Rósa. Annað hef­ur komið á dag­inn og fer nærri að kostnaður hafi reynst um 1,5 millj­arður króna. Þurfi fé­lagið því að fjár­magna sig með lán­töku til þess að hægt yrði að klára húsið.

Lík­lega tveim­ur árum of seint

Það var svo fyr­ir ári síðan sem for­svars­menn fé­lags­ins leituðu til bæj­ar­ins með rekstar­erfiðleik­ana.

„Það var lík­lega tveim­ur árum of seint,“ seg­ir Rósa.

„Það var ekki beint á áætl­un hjá okk­ur að kaupa íþrótta­hús, þegar tvö önn­ur eru í bygg­ingu,“ seg­ir Rósa en fram­kvæmd­ir standa yfir á æf­inga­svæði Hauka á Ásvöll­um þar sem verið er að byggja íþrótta­mann­virki. Eins er verið að byggja reiðhöll fyr­ir Sörla.

Nú er talað um verðmat á hús­inu upp á 1,5 millj­arð króna? Eru það töl­ur sem bær­inn mun greiða?

„Nei, það eru ekki töl­ur sem bær­inn get­ur fall­ist á. Fé­lagið hafði meira segja enn þá hærri hug­mynd­ir fyrst um sinn en þenn­an eina og hálfa millj­arð,“ seg­ir Rósa.

Fé­lagið tal­ar sjálft um að það gæti verið stutt í sam­komu­lag. Er það rétt?

Já, það gæti al­veg verið en það er ekki nærri þess­ari upp­hæð.

Hver er sú upp­hæð?

Í fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2025 ger­um við ráð fyr­ir varúðartölu upp á millj­arð króna. Ef við för­um um­fram það þá þurf­um við að gera viðauka við fjár­hags­áætl­un.

Bær­inn muni gera kröf­ur á stjórn­un fé­lags­ins

Er það ekki val­kost­ur að láta fé­lagið sjálft um þetta og ekki hlaupa und­ir bagga?  Er fé­lagið ekki tækni­lega gjaldþrota? 

„Við erum ekki búin að ná sam­komu­lagi en við erum kom­in í átt­ina. Maður sér ekki fyr­ir sér að fé­lagið verði gjaldþrota. En svo má ekki gleyma því að við erum að eign­ast þetta hús og ákveðin jafn­ræðis­sjón­ar­mið í því enda hef­ur bær­inn ein­sett sér það að eiga íþrótta­mann­virki í bæn­um,“ seg­ir Rósa.

Hvað eru skuld­ir háar á fé­lag­inu vegna þessa? 

„Ég tel að fé­lagið þurfi í heild­ina hátt í 1.200 millj­ón­ir kr til þess að losna við all­ar skuld­ir í tengsl­um við bygg­ingu húss­ins,“  seg­ir Rósa.

Bæt­ir hún við að ná­ist sam­komu­lag muni bær­inn gera kröf­ur og skil­yrði um fyr­ir­komu­lag við stjórn­un fé­lags­ins.

Bær­inn mun gera kröfu um fyr­ir­komu­lag stjórn­ar fé­lags­ins ef hann kaup­ir Skess­una. Viðar Hall­dórs­son er formaður FH og Jón Rún­ar var formaður knatt­spyrnu­deild­ar auk þess að sjá fé­lag­inu fyr­ir tjaldi við bygg­ingu húss­ins í gegn­um fé­lag í hans eigu. Sam­sett mynd

Fé­lagið muni að óbreyttu sitja uppi með 200 millj­óna króna skuld

Ef miðað er við þann millj­arð sem bær­inn hef­ur eyrna­merkt í verk­efnið í fjár­hags­áætl­un árið 2025 mun fé­lagið sitja uppi með um 200 millj­ón­ir króna vegna bygg­ing­ar húss­ins.

Til að koma í veg fyr­ir það þyrfti bær­inn að samþykkja auka­leg fjár­út­lát í viðauka við fjár­hags­áætl­un bæj­ar­ins.

Heimild: Mbl.is