Umhverfis- og skipulagssvið fyrirhugar að bjóði út færanlegar kennslustofur sem á að koma fyrir næsta vor / sumar á lóð Reykjarvíkurborgar við Reykjaveg í Laugardalnum.
Að svo stöddu er um að ræða byggingu og setja upp 2 færanlegar kennslustofur auk tengiganga. Endanlegur fjöldi færanlegra kennslustofa getur þó orðið 11.
Kennslustofurnar skulu uppfylla öll nauðsynleg skilyrði til þess að öðlast byggingarleyfi- og skulu þær uppfylla allar kröfur byggingareglugerðar hvað kennsluúrræði varðar.
Hver stofueining er um 80 m², á einni hæð. Endanlegt umfang tengiganga á eftir að skýrast. Stofueiningarnar skulu vera byggðar úr timbri. Hverja stofueiningu á að vera hægt að flytja í heilu lagi og setja niður á lóðina og tengja saman með tengigangi. Í hverri stofueiningu skal gera ráð fyrir skólastofu fyrir 20 nemendur, salerni og forstofu.
Helstu verkþættir eru:
- Arkitektahönnun að hálfu birgja- og samræmi við arkitekt verkkaupa
- Verkfræðihönnun að hálfu birgja- og samræmi við hönnuði verkkaupa
- Brunahönnun
- Hljóðhönnun
- Smíði á stofueiningum (Fullnaðarfrágangur innan sem utan)
- Smíði á föstum innréttingum, ásamt uppsetningu
- Jarðvinna
- Uppsteypa
- Flutningur á lóð í Laugardal
- Uppsetning á lóð í Laugardal
- Tenging við veitur
- Byggingastjórnun
- Lokaúttekt- og öll tilskilin leyfi fyrir notkun
- Frágangur lóðar við færanlegar kennslustofur
Stefnt er að því að útboðið verði auglýst í lok janúar / byrjun febrúar 2025.
Heimild: Reykjavik.is