Home Fréttir Í fréttum Ekki gert ráð fyrir nýju ráðhúsi

Ekki gert ráð fyrir nýju ráðhúsi

52
0
Akranes. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Dregið verður veru­lega úr fjár­fest­ing­um og fram­kvæmd­um á Akra­nesi á næsta ári en staðarmiðill­inn Skaga­f­rétt­ir vek­ur at­hygli á þessu. Fjár­fest­inga- og fram­kvæmda­áætl­un Akra­nes­kaupstaðar til næstu þriggja ára var samþykkt í bæj­ar­stjórn­inni á dög­un­um.

<>

Fram kem­ur hjá Skaga­f­rétt­um að nettó fjár­fest­ing­ar 2025 verði einn tí­undi þess sem varið var til fjár­fest­inga árið 2024.

Ekki er gert ráð fyr­ir fram­kvæmd­um í tengsl­um við nýtt ráðhús á tíma­bil­inu sem um ræðir, 2025-2028. Til stend­ur að Mána­braut 20 verði end­ur­byggð en þar var skrif­stofu­hús­næði Sements­verk­smiðjunn­ar á árum áður. Akra­nes­kaupstaður á nú bygg­ing­una en hún var áður í sam­eig­in­legri eigu sveit­ar­fé­lags­ins og rík­is­ins. Vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­ingu við Mána­braut var und­ir­rituð í sum­ar.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is