Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á Akranesi á næsta ári en staðarmiðillinn Skagafréttir vekur athygli á þessu. Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar til næstu þriggja ára var samþykkt í bæjarstjórninni á dögunum.
Fram kemur hjá Skagafréttum að nettó fjárfestingar 2025 verði einn tíundi þess sem varið var til fjárfestinga árið 2024.
Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum í tengslum við nýtt ráðhús á tímabilinu sem um ræðir, 2025-2028. Til stendur að Mánabraut 20 verði endurbyggð en þar var skrifstofuhúsnæði Sementsverksmiðjunnar á árum áður. Akraneskaupstaður á nú bygginguna en hún var áður í sameiginlegri eigu sveitarfélagsins og ríkisins. Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Mánabraut var undirrituð í sumar.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag
Heimild: Mbl.is