Þann 10.desember urðu ákveðin tímamót þegar útveggjaeining nr. 4000 var sett upp í meðferðarkjarna á stöng nr. 5 og er þvi verki nær lokið.
Upphaf framkvæmda við útveggjaeiningar í meðferðarkjarna var 1.12. 2023 þegar fyrsta einingin var sett upp. Þegar mest var voru um 80 starfsmenn frá fyrirtækinu við verkið.

Uppsetning útveggjaeiningana er unnin af Staticus sem er fyrirtæki frá Litháen.
Í heildina eru 4080 útveggjaeiningar í meðferðarkjarna sem myndar stærsta hlutann af veðurhjúp meðferðarkjarnans og alls er útveggjaklæðning um 30.000 m².
„Þetta eru tímamót í þessu stóra verki sem á heildina litið hefur gengið vel,“segir Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur NLSH.
Heimild: NLSH.is