Home Fréttir Í fréttum Rýkur úr varnargörðum sem verja nýtt bílastæði Bláa lónsins

Rýkur úr varnargörðum sem verja nýtt bílastæði Bláa lónsins

73
0
Nýja planið rúmar um 150 bíla. mbl.is/Hákon

Gest­ir Bláa lóns­ins geta loks lagt bíl­um sín­um í grennd við lónið á ný eft­ir að nýtt bíla­stæði fyr­ir­tæk­is­ins var opnað inn­an varn­argarðanna við Svartsengi í gær.

<>

Nýja planið rúm­ar um 150 bíla. Eru það um helm­ingi færri stæði en á gamla plan­inu sem var utan varn­argarðanna og fór und­ir hraun í síðasta eld­gosi á Sund­hnúkagígaröðinni. Stefnt er að því að fjölga stæðunum fyr­ir vorið áður en há­anna­tím­inn hefst. Kostnaður­inn við fram­kvæmd­ina er veru­leg­ur en upp­hæðin ligg­ur ekki fyr­ir eins og er.

Heimild: Mbl.is