Home Fréttir Í fréttum Evrópuþingið hyggst rannsaka alvarlegasta vinnuslys Svíþjóðar

Evrópuþingið hyggst rannsaka alvarlegasta vinnuslys Svíþjóðar

55
0
Slysarannsóknarnefndarmenn á vettvangi slyssins í Sundbyberg þar sem lyfta féll 20 metra og allir innanborðs létust fyrir réttu ári. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Evr­ópuþingið hyggst hleypa af stokk­un­um rann­sókn á því hvernig tak­marka megi fjölda und­ir­verk­taka við bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir í ör­ygg­is­skyni. Frá þessu grein­ir sænska rík­is­út­varpið SVT í dag, þegar eitt ár er liðið frá mann­skæðasta vinnu­slysi í Svíþjóð á síðari tím­um.

<>

Það var þriðju­dag­inn 11. des­em­ber í fyrra sem frétt­ir bár­ust af því að nokkr­ir starfs­menn á ný­bygg­ing­ar­svæði í Sund­by­berg, skammt frá Stokk­hólmi, væru al­var­lega slasaðir eft­ir að vinnu­lyfta á svæðinu féll um 20 metra.

Ekki leið á löngu uns nýj­ar frétt­ir af vett­vangi slyss­ins bár­ust og varð þá ljóst að fimm starfs­menn við ný­bygg­ing­una, sem stadd­ir voru í lyft­unni þegar hún féll, voru all­ir látn­ir og lög­reglu­rann­sókn fram und­an á því hvort sak­næm hátt­semi hefði valdið slys­inu með því að ákvæði lög­gjaf­ar um aðbúnað á vinnu­stöðum hefðu verið brot­in.

Evr­ópuþingið hyggst hleypa af stokk­un­um rann­sókn á því hvernig tak­marka megi fjölda und­ir­verk­taka við bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir í ör­ygg­is­skyni. Frá þessu grein­ir sænska rík­is­út­varpið SVT í dag, þegar eitt ár er liðið frá mann­skæðasta vinnu­slysi í Svíþjóð á síðari tím­um.

Það var þriðju­dag­inn 11. des­em­ber í fyrra sem frétt­ir bár­ust af því að nokkr­ir starfs­menn á ný­bygg­ing­ar­svæði í Sund­by­berg, skammt frá Stokk­hólmi, væru al­var­lega slasaðir eft­ir að vinnu­lyfta á svæðinu féll um 20 metra.

Ekki leið á löngu uns nýj­ar frétt­ir af vett­vangi slyss­ins bár­ust og varð þá ljóst að fimm starfs­menn við ný­bygg­ing­una, sem stadd­ir voru í lyft­unni þegar hún féll, voru all­ir látn­ir og lög­reglu­rann­sókn fram und­an á því hvort sak­næm hátt­semi hefði valdið slys­inu með því að ákvæði lög­gjaf­ar um aðbúnað á vinnu­stöðum hefðu verið brot­in.

119 verk­taka­fyr­ir­tæki á svæðinu

Kem­ur það í hlut vinnu­markaðsnefnd­ar Evr­ópuþings­ins að vinna skýrslu um málið að frum­kvæði sænskra yf­ir­valda, en við rann­sókn máls­ins á heima­vett­vangi kom í ljós að 119 verk­taka­fyr­ir­tæki höfðu hlut­verk á þessu til­tekna ný­bygg­ing­ar­svæði í Sund­by­berg og skip­an þeirra þannig að und­ir­verk­tak­ar, und­irund­ir­verk­tak­ar og svo fram­veg­is voru í allt að fimm liða keðju.

„Lyftu­slysið í Sund­by­berg sýn­ir vanda­málið,“ seg­ir Joh­an Daniels­son, þingmaður á Evr­ópuþing­inu fyr­ir hönd Svíþjóðar, „þörf er á að tak­marka lengd und­ir­verk­taka­keðja þannig að þær hafi ekki fleiri en tvo liði.“

Féll frá ní­undu hæð

Or­sök slyss­ing í Sund­by­berg reynd­ist vera sú að skrúf­ur vantaði í turn lyft­unn­ar með þeim af­leiðing­um að hlut­ar hans losnuðu þegar lyft­an var í notk­un og féll hún frá ní­undu hæð ný­bygg­ing­ar­inn­ar með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Rann­sókn­ar­nefnd vinnu­slysa í Svíþjóð skrif­ar í skýrslu sína um slysið að þeir verk­tak­ar sem hlut áttu að máli hefðu nú farið yfir verk­ferla hjá sér með það fyr­ir aug­um að fyr­ir­byggja slys af lík­um toga og legg­ur nefnd­in það til að sænska vinnu­eft­ir­litið geri út­tekt á þeim eft­ir­litsáætl­un­um sem um vinnu­lyft­ur gilda.

SVT
SVT-II (eft­ir­liti ábóta­vant)
SVT-III (vinnu­lyftu­fyr­ir­tæki kært)

Heimild: Mbl.is