Evrópuþingið hyggst hleypa af stokkunum rannsókn á því hvernig takmarka megi fjölda undirverktaka við byggingarframkvæmdir í öryggisskyni. Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið SVT í dag, þegar eitt ár er liðið frá mannskæðasta vinnuslysi í Svíþjóð á síðari tímum.
Það var þriðjudaginn 11. desember í fyrra sem fréttir bárust af því að nokkrir starfsmenn á nýbyggingarsvæði í Sundbyberg, skammt frá Stokkhólmi, væru alvarlega slasaðir eftir að vinnulyfta á svæðinu féll um 20 metra.
Ekki leið á löngu uns nýjar fréttir af vettvangi slyssins bárust og varð þá ljóst að fimm starfsmenn við nýbygginguna, sem staddir voru í lyftunni þegar hún féll, voru allir látnir og lögreglurannsókn fram undan á því hvort saknæm háttsemi hefði valdið slysinu með því að ákvæði löggjafar um aðbúnað á vinnustöðum hefðu verið brotin.
Evrópuþingið hyggst hleypa af stokkunum rannsókn á því hvernig takmarka megi fjölda undirverktaka við byggingarframkvæmdir í öryggisskyni. Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið SVT í dag, þegar eitt ár er liðið frá mannskæðasta vinnuslysi í Svíþjóð á síðari tímum.
Það var þriðjudaginn 11. desember í fyrra sem fréttir bárust af því að nokkrir starfsmenn á nýbyggingarsvæði í Sundbyberg, skammt frá Stokkhólmi, væru alvarlega slasaðir eftir að vinnulyfta á svæðinu féll um 20 metra.
Ekki leið á löngu uns nýjar fréttir af vettvangi slyssins bárust og varð þá ljóst að fimm starfsmenn við nýbygginguna, sem staddir voru í lyftunni þegar hún féll, voru allir látnir og lögreglurannsókn fram undan á því hvort saknæm háttsemi hefði valdið slysinu með því að ákvæði löggjafar um aðbúnað á vinnustöðum hefðu verið brotin.
119 verktakafyrirtæki á svæðinu
Kemur það í hlut vinnumarkaðsnefndar Evrópuþingsins að vinna skýrslu um málið að frumkvæði sænskra yfirvalda, en við rannsókn málsins á heimavettvangi kom í ljós að 119 verktakafyrirtæki höfðu hlutverk á þessu tiltekna nýbyggingarsvæði í Sundbyberg og skipan þeirra þannig að undirverktakar, undirundirverktakar og svo framvegis voru í allt að fimm liða keðju.
„Lyftuslysið í Sundbyberg sýnir vandamálið,“ segir Johan Danielsson, þingmaður á Evrópuþinginu fyrir hönd Svíþjóðar, „þörf er á að takmarka lengd undirverktakakeðja þannig að þær hafi ekki fleiri en tvo liði.“
Féll frá níundu hæð
Orsök slyssing í Sundbyberg reyndist vera sú að skrúfur vantaði í turn lyftunnar með þeim afleiðingum að hlutar hans losnuðu þegar lyftan var í notkun og féll hún frá níundu hæð nýbyggingarinnar með fyrrgreindum afleiðingum.
Rannsóknarnefnd vinnuslysa í Svíþjóð skrifar í skýrslu sína um slysið að þeir verktakar sem hlut áttu að máli hefðu nú farið yfir verkferla hjá sér með það fyrir augum að fyrirbyggja slys af líkum toga og leggur nefndin það til að sænska vinnueftirlitið geri úttekt á þeim eftirlitsáætlunum sem um vinnulyftur gilda.
SVT
SVT-II (eftirliti ábótavant)
SVT-III (vinnulyftufyrirtæki kært)
Heimild: Mbl.is