Home Fréttir Í fréttum Vöruhús byggt við íbúðablokk

Vöruhús byggt við íbúðablokk

64
0
Vöruhúsið er þétt upp við fjölbýlishús Búseta í Suður-Mjódd. mbl.is/Karítas

„Íbúum brá í brún þegar þeir sáu húsið rísa og við erum að kanna rétt­ar­stöðu okk­ar. Þetta er mjög óheppi­legt og ekki í anda þess sem borg­in hef­ur boðað á öll­um viðburðum um grænt plan, sjálf­bærni og heil­brigða inni­vist,“ seg­ir Bjarni Þór Þórólfs­son fram­kvæmda­stjóri Bú­seta um 11.000 fm vöru­hús sem rís við Álfa­bakka 2 í Suður-Mjódd.

<>

Hann seg­ir að minnsta kosti átta íbúðir verða fyr­ir mikl­um áhrif­um af þess­ari bygg­ingu vegna ná­lægðar, skerts út­sýn­is og skugga­varps sem mynd­ist af bygg­ing­unni.

„Vöru­flutn­inga­bíl­ar sem flytja vör­ur í versl­an­ir eiga ekki aðra leið út á stofn­braut en í gegn­um hverfið. Þeir kom­ast af stofn­braut en ekki út á stofn­braut aft­ur, nema keyra í gegn­um hverfið. Vænt­an­lega er fyllt á versl­an­ir á kvöld­in og á nótt­inni og má gera ráð fyr­ir þungaum­ferð á svæðinu á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins,“ seg­ir Bjarni.

Eld­um rétt og Fersk­ar kjötvör­ur, sem eru í eigu Haga, munu flytja starf­semi sína í 5.000 fm af hús­næðinu. Í öðrum hlut­um húss­ins er gert ráð fyr­ir vöru­húsi og skrif­stof­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is