Home Fréttir Í fréttum Mikil uppbygging í undirbúningi

Mikil uppbygging í undirbúningi

113
0
Ný endurvinnslustöð Sorpu við Lambhagaveg verður byggð á næsta ári. Hún verður yfirbyggð að hluta og verður á tveimur hæðum.

„Þess­ar stöðvar eru barn síns tíma og kom­inn tími til að upp­færa þessa þjón­ustu,“ seg­ir Jón Viggó Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Sorpu.

<>

Framtíðar­skipu­lag end­ur­vinnslu­stöðva á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið til skoðunar síðustu mánuði. Á dög­un­um skilaði starfs­hóp­ur af sér skýrslu um framtíðar­skipu­lag þeirra og nú er unnið að því að skoða niður­stöðurn­ar á vett­vangi Sorpu.

Meðal niðurstaðna skýrsl­unn­ar er að end­ur­vinnslu­stöðvarn­ar séu þröng­ar og upp­fylli ekki kröf­ur um gæði og ör­yggi. Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið síðan fimm þess­ara stöðva voru opnaðar árið 1991. Þá var tekið á móti átta flokk­um sorps en nú er tekið við yfir 40 flokk­um.

Mik­il um­ferð verk­taka sem tæma gám­ana er um stöðvarn­ar og óhagræði er að því að blanda sam­an viðskipta­vin­um og verk­tök­um. Nýj­ar og upp­færðar stöðvar eiga að vera með aðskilið aðgengi fyr­ir viðskipta­vini og um­rædda verk­taka, lengri þjón­ustu­tíma og betra aðgengi í alla staði.

Allt að átta end­ur­vinnslu­stöðvar

Í gróf­um drátt­um má segja að í skýrslu starfs­hóps­ins séu dregn­ar upp fjór­ar framtíðarsviðsmynd­ir af fyr­ir­komu­lagi end­ur­vinnslu­stöðva á höfuðborg­ar­svæðinu. Mun stjórn Sorpu ákveða eft­ir ára­mót hver þeirra verður fyr­ir val­inu. Fyrsta sviðsmynd­in ger­ir ráð fyr­ir sex stór­um end­ur­vinnslu­stöðvum.

Þar yrðu stöðvarn­ar við Breiðhellu, Blíðubakka, Jafna­sel og Ánanaust en þær yrðu all­ar stækkaðar og end­ur­byggðar frá grunni eða lag­færðar. Við þær myndu bæt­ast ný og fyr­ir­huguð stöð við Lambhaga­veg og ný stöð sem koma á í stað þeirr­ar er nú er á Dal­vegi í Kópa­vogi.

Sviðsmynd 2 ger­ir ráð fyr­ir fjór­um stór­um stöðvum; Lambhaga­vegi, nýrri stöð í stað þeirr­ar á Dal­vegi, Ánanaust­um og Breiðhellu. Sviðsmynd 3 ger­ir ráð fyr­ir fjór­um stór­um stöðvum; stóru stöðvun­um fjór­um sem eru í sviðsmynd 2 og tveim­ur minni við Jafna­sel og Blíðubakka.

Sviðsmynd 4 ger­ir svo ráð fyr­ir fjór­um stór­um stöðvum og fjór­um litl­um. Þá myndu bæt­ast við nýj­ar stöðvar í Reykja­vík og í Hafnar­f­irði eða Garðabæ sem byggðar yrðu frá grunni.

Land­fyll­ing við Ánanaust?

„Ég myndi velja þann kost sem trygg­ir gott þjón­ustu­stig við íbúa enda horfa flest­ir á þetta sem nærþjón­ustu,“ seg­ir Jón Viggó þegar hann er spurður hvaða sviðsmynd hon­um hugn­ist helst. „Fleiri stöðvar en færri,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Jón Viggó seg­ir að nú sé verið að skoða kost­ina heild­rænt og það verði stjórn­ar­inn­ar að taka end­an­lega af­stöðu. Til að setja hlut­ina í sam­hengi verður ný end­ur­vinnslu­stöð við Lambhaga um 10 þúsund fer­metr­ar að stærð sem er svipað og stöðin við Breiðhellu. Stöðin við Ánanaust er hins veg­ar 5-6 þúsund fer­metr­ar að stærð. Eigi hún að flokk­ast með stærri stöðvum þarf að stækka hana um­tals­vert og það yrði mögu­lega gert með land­fyll­ingu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu

Heimild: Mbl.is