Home Fréttir Í fréttum Yfir­lit yfir allar fram­kvæmdir Samgöngusáttmálans

Yfir­lit yfir allar fram­kvæmdir Samgöngusáttmálans

59
0
Svona lítur kortið út á Verksjánni en stofnvegir eru merktir gulir á meðan Borgarlínan er dökkblá. Verksjá

Fólk getur nú kynnt sér allar framkvæmdir við stofnvegi, Borgarlínu og göngu- og hjólastíga á nýrri upplýsingagátt sem heitir Verksja.is

<>

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Betri samgöngum.

Á verksja.is má finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann: yfirlitskort, stöðu framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmsan annan fróðleik.

Meðal framkvæmda í uppfærðum Samgöngusáttmála eru sex ný verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu auk þeirra þriggja sem þegar er lokið. Þá er bygging Fossvogsbrúar hluti af fyrstu lotu Borgarlínu en framkvæmdir á henni eiga að hefjast snemma á næsta ári. Auk þeirra má nefna uppbyggingu um 100 kílómetra hjóla- og göngustígakerfis á höfuðborgarsvæðinu en framkvæmdum er þegar lokið við um 20 kílómetrum af stígum.

Heimild: Visir.is