Home Fréttir Í fréttum Verkís nartar í hæla Eflu

Verkís nartar í hæla Eflu

112
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Samanlagðar tekjur tíu stærstu verkfræðistofanna námu 31,3 milljörðum króna í fyrra.
Stærstu verkfræðistofur landsins hafa líkt og byggingarfyrirtæki og steypustöðvar notið góðs af auknum umsvifum á síðustu árum.

<>

Samanlagðar tekjur tíu stærstu verkfræðistofanna námu 31,3 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 28,4 milljarða árið 2022 og 23,9 milljarða árið 2021.

Skjáskot af Vb.is

Efla er líkt og undanfarin ár stærsta verkfræðistofa landsins þegar horft er til tekna. Tekjur verkfræðistofunnar námu 9,2 milljörðum og jukust lítillega frá fyrra ári, eða um 2%.

Verkís er farin að narta í hælana á Eflu en tekjur verkfræðistofunnar námu rétt rúmlega 9 milljörðum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um nærri fjórðung frá fyrra ári. COWI, áður Mannvit, fylgdi svo á eftir risunum tveimur með 6,4 milljarða króna veltu árið 2023 en tekjur stofunnar jukust um 12% á milli ára.

Segja má að þrjár stærstu verkfræðistofurnar Efla, Verkís og COWI hafi verið í ákveðnum sérflokki hvað tekjur varðar en tekjur þeirra allra hafa verið yfir 5 milljörðum króna á síðustu árum. Næsta fyrirtæki sem kemur þar á eftir tekjulega séð, VSÓ ráðgjöf, hefur verið með tekjur á bilinu 1,8-2,1 milljarðs króna. Þessar fjórar stærstu verkfræðistofur hafa allar verið reknar með hagnaði frá 2019.

Heimild: Vb.is