Home Fréttir Í fréttum Hluti fjölbýlishúss hrundi í Haag

Hluti fjölbýlishúss hrundi í Haag

42
0
Íbúðir eru á tveimur efri hæðum hússins að sögn hollenskra miðla en verslanir á þeirri neðstu. EPA-EFE – JOSH WALET

Hluti þriggja hæða fjölbýlishúss hrundi í hollensku borginni Haag í morgun eftir að sprenging varð og eldur kom upp. Nokkrum hefur verið bjargað úr húsinu en viðbragðaðilar eru enn að störfum.

<>

Hluti þriggja hæða fjölbýlishúss hrundi í hollensku borginni Haag í morgun eftir að sprenging varð og eldur kviknaði í húsinu. Hollenski miðillinn NOS segir að fjórum hafi verið bjargað úr húsinu og þeir fluttir á sjúkrahús en að viðbragðsaðilar séu enn að störfum.

Ekki er ljóst hvað leiddi til sprengingarinnar.

Að minnsta kosti fjórum hefur verið bjargað úr byggingunni, að sögn viðbragðsaðila.
EPA-EFE – JOSH WALET

Á tveimur efri hæðum hússins eru íbúðir en á fyrstu hæð eru verslanir. Af myndum af dæma er tjón á húsinu töluvert. Nokkrar íbúðir urðu fyrir miklum skemmdum að sögn hollenska miðilsins Regio15. Sjúkrabílar hafi verið kallaðir út frá fjórum umdæmum.

Heimild: Ruv.is