Home Fréttir Í fréttum Fagkaup opnar Þétt

Fagkaup opnar Þétt

134
0
Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa. Ljósmynd: Samsett

Þétt, verslun sem sérhæfir sig í þétti- og frágangsvörum fyrir byggingariðnaðinn, hefur opnað við Smiðjuveg 4B. Þétt er hluti af Fagkaup samstæðunni og býður upp á fjölbreytt úrval vara fyrir verktaka, smiði, pípulagningamenn, rafvirkja og fagfólk í byggingariðnaði.

<>

Verslunin bætist nú við hóp sérverslana Fagkaupssamstæðunnar en fyrir rekur félagið m.a. verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn & Veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk og Fossberg.

„Við erum stolt af þessari nýju viðbót og hlökkum til að taka vel á móti viðskiptavinum okkar,“ segir Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa.

Yfir þrjú hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og á Akureyri.

„Með opnun Þétt styrkjum við enn frekar stöðu okkar á markaðnum sem traustur samstarfsaðili fyrir fagfólk í byggingariðnaði. Verslunin er hönnuð með það að leiðarljósi að bjóða ekki aðeins upp á hágæða vörur frá áreiðanlegum birgjum sem standast íslenskar aðstæður og ströngustu gæðakröfur, heldur einnig að bjóða persónulega og faglega þjónustu sem byggð er á áralangri reynslu,” segir Haraldur.

Heimild: Vb.is