Home Fréttir Í fréttum Mosfellsbær: Samn­ing­ur um vall­ar­lýs­ingu Varmár­vall­ar

Mosfellsbær: Samn­ing­ur um vall­ar­lýs­ingu Varmár­vall­ar

96
0
Á mynd­inni eru: Neðri röð: Ár­mann Andri Ein­ars­son hjá Metatron og Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri. Efri röð: Auð­ur Sól­rún Ólafs­dótt­ir eft­ir­lits­mað­ur frá verk­fræði­stof­unni Hnit, Ósk­ar Gísli Sveins­son deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda hjá Mos­fells­bæ, Ein­ar Ingi Hrafns­son fram­kvæmd­ar­stjóri Aft­ur­eld­ing­ar, Ill­ugi Þór Gunn­ars­son verk­efna­stjóri á um­hverf­is­sviði hjá Mos­fells­bæ og Arn­ar Jóns­son sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­mála hjá Mos­fells­bæ.

Skrif­að hef­ur ver­ið und­ir samn­ing við fyr­ir­tæk­ið Metatron ehf sem var lægst­bjóð­andi um vall­ar­lýs­ingu á nýj­um knatt­spyrnu­velli og frjálsí­þrótta­að­stöðu á vall­ar­svæði Aft­ur­eld­ing­ar að Varmá.

<>

Verk­ið felst í að út­vega, hanna, setja upp, tengja og ganga að fullu frá öll­um raf­lögn­um fyr­ir vall­ar­lýs­ingu á nýj­um knatt­spyrnu­velli með gervi­grasi.

Vall­ar­lýs­ing­in mið­ast við ákvæði KSÍ varð­andi leið­bein­ing­ar UEFA um keppn­is­velli um „Stadi­um Lig­ht­ing Level D“ og upp­fyll­ir því kröf­ur fyr­ir keppni í efstu deild á Ís­landi.

Verklok eru áætluð fyr­ir 15. maí 2025.

Heimild: Mosfellsbær