Home Fréttir Í fréttum Breyta skráningar­kerfi í von um að auka íbúða­kaup

Breyta skráningar­kerfi í von um að auka íbúða­kaup

59
0

Stórborgir í Kína hafa verið að breyta búsetureglum í von um að laða til sín fleiri íbúðarkaupendur.

<>

Nokkrar stórborgir í Kína hafa ákveðið að breyta búsetureglum í von um að laða til sín fleiri íbúðarkaupendur. Peking, Shanghai og Shenzhen hafa þegar gert breytingar á sínu kerfi og bættist Guangzhou nýlega við þann lista.

Kínverskir íbúar í stórborgum búa undir heimilisskráningarkerfi sem kallast hukou. Kerfið hefur oft verið gagnrýnt þar sem það takmarkar aðgengi farandverkamanna að heilsugæslu og menntun.

Breytingin er ekki hugsuð sem töfralausn fyrir hinn hrjáða fasteignamarkað en mun engu að síður virka hjálpa þeim sem flytja frá landsbyggðinni til stórborga. Rúmlega tveir þriðju Kínverja búa í stórborgum en innan við helmingur þeirra væri með skráð hukou árið 2023.

Kínverska ríkisstjórnin hefur á undanförnum mánuðum verið að búa til fimm ára áætlun til að endurbreyta hukou-kerfinu. Breytingarnar verða hins vegar ekki ódýrar og munu stjórnvöld þurfa að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins ef það á að taka milljónir farandverkamanna inn í félagslegt kerfi stórborga.

Þetta er ástæðan fyrir því að umbreyting á kerfinu hefur tafist svona rosalega þrátt fyrir að hafa verið á teikniborðinu í mörg ár. Fasteignakreppan í Kína er þó orðin að stærra vandamáli og er von um að breytingarnar muni blása lífi inn í fasteignamarkaðinn í landinu.

Heimild: Vb.is