Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í:
„Rauðholt 2025 – 2402347“
Verkið felur í sér að jarðvegsskipta götu, endurnýja fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, ídráttarör, ljósastaurarlagnir og ljósastaura. Verktaki skal einnig malbika götu, steypa kantsteina, malbika hjólastíg og gangstéttar. Verktaki skal undirbúa jarðveg fyrir tré og helluleggja skal rönd þar á milli. Einnig skal helluleggja hraðahindranir, gera niðurtektir með doppuhellum og leiðarlínurhellum fyrir gangandi umferð ásamt niðurtektum fyrir hjólastíg. Að lokum skal setja upp umferðamerki og massa umferðamerkingar.
Verkmörk eru sunnan gatnamóta Víðivellir/Rauðholt og farið yfir Engjaveg.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 4340 m³
- Fylling 3868 m³
- Malbik 2200 m³
- Fráveita 509 m
- Vatnsveita 216 m
- Hitaveitulögn 398 m
Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2025.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:
https://arborg.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/dbcbcaf0-d40b-4522-9d31-9846d063062d
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 miðvikudaginn 18. desember 2024.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur
tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar
tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar