Home Fréttir Í fréttum Vinna með opinn eld gerð starfsleyfisskyld

Vinna með opinn eld gerð starfsleyfisskyld

57
0
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í þaki Kringlunnar í júní. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur að skýra þurfi reglur um vinnu með opinn eld. RÚV – Bragi Valgeirsson

Þeim sem vinna með opinn eld við framkvæmdir á húsum verður gert að sitja námskeið og fá verklega þjálfun áður en hafist er handa, ef tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ná fram að ganga.

<>

Þeim sem vinna með opinn eld við framkvæmdir á húsum verður gert að sitja námskeið og fá verklega þjálfun áður en hafist er handa, ef tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ná fram að ganga. Með því á að færa regluverkið nær því sem gerist á annars staðar á Norðurlöndum.

Á síðustu tíu árum hafa komið upp 40 eldsvoðar, sem má rekja til framkvæmda með opinn eld, til dæmis þegar pappi er bræddur á þak eða við ýmsa suðuvinnu með logsuðutæki. Í sumar kviknaði í Kringlunni og þar var einmitt verið að bræða þakpappa.

Þeim sem vinna með opinn eld við framkvæmdir á húsum verður gert að sitja námskeið og fá verklega þjálfun áður en hafist er handa, ef tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ná fram að ganga. Með því á að færa regluverkið nær því sem gerist á annars staðar á Norðurlöndum.

Á síðustu tíu árum hafa komið upp 40 eldsvoðar, sem má rekja til framkvæmda með opinn eld, til dæmis þegar pappi er bræddur á þak eða við ýmsa suðuvinnu með logsuðutæki. Í sumar kviknaði í Kringlunni og þar var einmitt verið að bræða þakpappa.

Í kjölfarið hratt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun af stað átaksverkefni til að draga úr brunahættu við framkvæmdir með opinn eld. Í næsta mánuði gefur stofnunin út leiðbeiningar um verklag og öryggi við notkun elds. Þá er lagt til að þessi vinna verði starfsleyfisskyld, að norrænni fyrirmynd. Stofnunin mun leggja fram tillögur á næstu vikum til ráðuneytisins en breyta þarf lögum til að innleiða þessar reglur.

„Það er ákveðið gat í regluverkinu okkar og það eru í rauninni ekki kröfur um menntun, hæfni eða þjálfun sem aðilar sem vinna við heita vinnu þurfa að fara í gegnum,“ segir Regína Valdimarsdóttir, teymisstjóri brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Hún segir mikilvægt að fólk sem vinnur með opinn eld fái viðeigandi þjálfun, bóklega og verklega. Sams konar breytingar voru innleiddar í Svíþjóð upp úr 1990.

Sænskur sérfræðingur í brunavörnum sagði í sjónvarpsfréttum í vikunni að síðan þá hefði eldsvoðum af þessum toga fækkað úr um það bil 400 á ári í innan við hundrað.

Regína segir þessa breytingu ekki þurfa að kosta mikið.

„Við horfum ekki þannig á að þetta ætti að hafa í för með sér mikinn kostnað ef þú setur þetta í samhengi við tjónið sem getur skapast.“

Heimild: Ruv.is