
Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar.
Fossvélar munu m.a. leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir.
Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október.
Fossvélar hefjast handa nú í desember, en áætluð verklok eru í nóvember á næsta ári.
Heimild: Facebooksíða Landsvirkjunar