Home Fréttir Í fréttum Landsvirkjun semur um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar við Fossvélar ehf. á Selfossi

Landsvirkjun semur um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar við Fossvélar ehf. á Selfossi

239
0
Frá undirritun samnings: Lejla Cardaklija, sérfræðingur á innkaupadeild Landsvirkjunar, Jón Ingileifsson, forstjóri Fossvéla, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Ólöf Rós Káradóttir, yfirverkefnastjóri Hvammsvirkjunar.

Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar.

<>

Fossvélar munu m.a. leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir.

Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október.

Fossvélar hefjast handa nú í desember, en áætluð verklok eru í nóvember á næsta ári.

Heimild: Facebooksíða Landsvirkjunar