Home Fréttir Í fréttum Leggja nýjan veg í gegnum glóandi hraunið

Leggja nýjan veg í gegnum glóandi hraunið

82
0
Vinna við lagningu nýs Grindavíkurvegar hófst í dag. mbl.is/Hákon

Lagn­ing nýs Grinda­vík­ur­veg­ar er haf­in. Jarðverk­tak­ar hófu störf við hann á fjórða tím­an­um í gær. Er þetta í fjórða skipti sem þessi veg­kafli er lagður yfir hraun frá því gos­hrina hófst í nóv­em­ber í fyrra.

<>

Að þessu sinni verður Grinda­vík­ur­veg­ur færður lít­il­lega og mun gamli veg­ur­inn verða nýtt­ur und­ir þá ferðamenn sem vilja staldra við til þess að mynda um­lykj­andi hraunið. Svo seg­ir Jón Hauk­ur Stein­gríms­son, jarðverk­fræðing­ur hjá Eflu.

Ryðja um sex hundruð metra kafla
Að sögn hans þarf að ryðja um 600 metra kafla til að tengja veg­inn að nýju. Jón Hauk­ur býst við því að það muni taka um tvær vik­ur að koma veg­in­um í not­hæft stand en alls er óvíst hvenær hægt verður að veita al­menn­ingi aðgang að hon­um. Sam­tals hafa verið lagðir um 10 kíló­metra veg­ir í gegn­um hraun frá því gos­hrin­an hófst.

Veg­kafl­inn sem verður rudd­ur er um 600 metr­ar. mbl.is/​Há­kon

Jón Hauk­ur seg­ir nokkra daga hafa tekið að hanna nýja veg­línu. Enn má sjá rauðgló­andi hraun­mola í efn­inu sem verið er að ryðja en Jón Hauk­ur seg­ir að menn hafi orðið tals­verða reynslu í því að meta aðstæður sem þess­ar.

Tek­ur tvær vik­ur
„Það eru fyrst og fremst stærri blokk­ir sem eru heit­ar. Lang­mesti hluti leiðar­inn­ar er laus hraunkargi. Það er bara þessi röst sem við erum að fara í gegn­um núna sem ligg­ur hátt en svo fyr­ir aft­an hana er hraunið í raun mun slétt­ara og létt­ara yf­ir­ferðar,“ seg­ir Jón Hauk­ur.

Jón Hauk­ur Stein­gríms­son, jarðverk­fræðing­ur hjá Eflu. mbl.is/​Há­kon

Hann seg­ir veg­inn fyrst um sinn hugsaðan sem vinnu­veg fyr­ir efn­is­flutn­ing. „Þó að Grinda­vík­ur­veg­ur verði fær þá er ekki þar með sagt að hann muni opna strax fyr­ir al­menna um­ferð. Það er í sjálfu sér önn­ur umræða sem þarf að taka hvenær það verður,“ seg­ir Jón Hauk­ur.

Heimild: Mbl.is