Home Fréttir Í fréttum Verulegur skortur á íbúðarhúsnæði blasi við

Verulegur skortur á íbúðarhúsnæði blasi við

104
0
Byggja þarf um 4.500 til 5.000 nýjar íbúðir á ári til að sinna íbúðaþörf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Upp­færð spá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) um íbúðaþörf ger­ir stöðuna á hús­næðismarkaði hér á landi enn verri en áður var talið. Án viðeig­andi upp­bygg­ing­ar geti skap­ast veru­leg­ur fram­boðsskort­ur, sem muni ekki aðeins auka þrýst­ing á fast­eigna- og leigu­markað, held­ur einnig hafa nei­kvæð áhrif á hús­næðis­ör­yggi.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HMS sem upp­færði spá um íbúðaþörf í kjöl­far upp­færðrar mann­fjölda­spár Hag­stof­unn­ar. Þar er gert ráð fyr­ir meiri mann­fjölg­un og hraðari öldrun þjóðar en áður var spáð.

Sam­kvæmt upp­færðri spá tel­ur HMS að byggja þurfi um 4.500 til 5.000 íbúðir á ári fram til árs­ins 2050 til þess að sinna íbúðaþörf, en fyrra mat benti til þess að ár­leg íbúðaþörf væri nær 4.000 íbúðir.

Meðal­fjöldi íbúða á ári hef­ur verið í kring­um 3.000 síðustu ár og íbúðataln­ing HMS sýn­ir fram á að það verði um­tals­verð fækk­un á ný­bygg­ing­um árið 2026. Því er út­lit fyr­ir að upp­bygg­ing­in nái ekki að halda í við þörf­ina til lengri tíma.

Íslend­ing­um mun fjölga meira en áður var talið og eld­ast hraðar. mbl.is/​Hari

Færri börn og auk­in lífs­lengd
Upp­færð mann­fjölda­spá Hag­stof­unn­ar sýn­ir fram á hraðari mann­fjölg­un en áður sem mun leiða til enn frek­ari eft­ir­spurn­ar eft­ir hús­næði á næstu ára­tug­um.

Áður var talið að fjöldi Íslend­inga yfir sex­tugu myndi fara fram úr fjölda þeirra und­ir tví­tugu árið 2049 en sam­kvæmt nýrri mann­fjölda­spá mun sú breyt­ing eiga sér stað átta árum fyrr, eða árið 2041.

Þá mun meðal­stærð heim­ila minnka hraðar en gert var ráð fyr­ir með færri börn­um og auk­inni lífs­lengd.

 

Mat á íbúðaþörf 2024 til 2050 HMS

Íbúum fækk­ar í hverri íbúð
Upp­færð spá HMS á heim­il­is­stærð til árs­ins 2050 áætl­ar að íbú­um í hverri íbúð fækki nú úr 2,4 niður í 1,9 til 2,1. Heim­il­is­stærð yrði 2,1 ef ald­urs­dreif­ing hér á landi verður í sam­ræmi við nýju mann­fjölda­spá Hag­stofu og Ísland fylg­ir sömu þróun og hin Norður­lönd­in.

Heim­il­is­stærð yrði hins veg­ar 1,9 ef Ísland myndi einnig vinna á móti þeirri íbúðaskuld sem hef­ur safn­ast upp á síðustu árum, en HMS tel­ur að hún nemi á bil­inu 10 til 15 þúsund íbúðum.

Spár HMS um minnk­andi heim­il­is­stærð og ný mann­fjölda­spá Hag­stofu benda til þess að þörf verði á um 4.500 til 5.000 nýj­um íbúðum á ári til árs­ins 2050 til að mæta bæði fólks­fjölg­un og minnk­andi heim­il­is­stærð.

Heimild: Mbl.is