Home Fréttir Í fréttum Laugavegur 77 verði íbúðarhús

Laugavegur 77 verði íbúðarhús

64
0
Áformað er að innrétta íbúðir í húsinu, sem áður hýsti banka. Þarna var Landsbankinn með sitt stærsta útibú um áraraðir. mbl.is/sisi

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í ósk um að breyta efri hæðum Lands­banka­húss­ins á Lauga­vegi 77 úr skrif­stof­um í íbúðir. Húsið er fjór­ar hæðir auk þakhæðar.

<>

Hins veg­ar fékkst ekki heim­ild til að breyta hæðunum í hótel­íbúðir í skamm­tíma­leigu. Það er ekki heim­ilt á þessu svæði, miðborg­ar­kjarna M1, sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi.

Eins og nafnið gef­ur til kynna var Lands­bank­inn með starf­semi í hús­inu um langt ára­bil. Útibú bank­ans var á neðstu hæðinni og skrif­stof­ur á þeim efri. Nú hef­ur bank­inn fækkað banka­úti­bú­um sín­um og eru þau nú sex á höfuðborg­ar­svæðinu.

Meg­in­starf­semi bank­ans hef­ur verið sam­einuð á ein­um stað í nýju banka­húsi við Reykja­stræti í miðborg­inni.

Í dag eru starf­rækt á jarðhæðinni fyr­ir­tæk­in Penn­inn Ey­munds­son kaffi­hús, herrafata­versl­un­in Karl­menn og veit­inga­húsið Eiriks­son brass­erie. Á efri hæðum eru nokk­ur fyr­ir­tæki, t.d. Kerec­is hf.

Færst hef­ur í vöxt á und­an­förn­um árum að skrif­stofu­bygg­ing­um í Reykja­vík sé breytt í íbúðar­hús. Nú er röðin kom­in að Lauga­vegi 77.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is