Home Fréttir Í fréttum Akraneskaupstaður ætlar að gefa Faxabraut 10 nýtt líf með endurbótum

Akraneskaupstaður ætlar að gefa Faxabraut 10 nýtt líf með endurbótum

80
0
Mynd: Skagafrettir.is

Í fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir að ráðist verði í endurbætur á „Pökkunarskemmunni“ við Faxabraut 10.

<>

Í fundargerð bæjarstjórnar Akraness kemur fram að gert sé ráð fyrir tæplega 230 milljónum kr. á árinu 2025 í verkefni sem kallast ytri skel á húsnæðinu við Faxabraut 10.

Mynd: Skagafrettir.is

Pökkunarskemman var byggð árið 1978 og var áður í eigu Sementsverksmiðjunnar. Húsið hefur verið nýtt á Lopapeysuballinu undanfarin ár – og einnig hafa stórir munir frá Byggðasafninu á Görðum verið í geymslu þar.

Húsið er 1.200 m2 og stendur á 3.700m2 lóð. Burðarvirkið er stálgrind og á þaki hússins að vestanverðu eru veglegar keðjur sem notaðar eru sem farg til að halda þakinu niðri.

Upphaflega var húsið óeinangrað en í seinni tíð hefur hluti þess verið stúkaður af, einangraður og klæddur með spónarplötum.

Skemman stendur á athafnarsvæði Faxaflóahafna og heimilt er að byggja tveggja hæða viðbyggingu við skemmuna sem fyrir er á lóðinni.

Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um framtíð „Pökkunarskemmunnar“ í gegnum tíðina. Snemma ársins 2019 leitaði Akraneskaupstaður eftir hugmyndum um framtíðarnotkun hússins.

Á þeim tíma voru áætlanir uppi um áframhald á ferjusiglingum – en sumarið 2017 fóru um 4.000 farþegar í ferju sem sigldi á milli Akraness – og Reykjavíkur. Um var að ræða tilraunaverkefni sem Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg stóðu fyrir. Myndin sem er neðst í þessari frétt tengist þeirri umræðu frá árinu 2019.

Heimild: Skagafrettir.is