Home Fréttir Í fréttum Breyttu forsendum útboðs án fyrirvara

Breyttu forsendum útboðs án fyrirvara

154
0
Ölfusárbrú Forstjóri Ístaks segir það vera hlutverk Vegagerðarinnar að tryggja ríkinu sem hagstæðust tilboð í verk sem boðin eru út en að það sé erfitt að sjá að það hafi verið gert í þessu ferli, þar sem aðeins eitt tilboð barst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í viðræðum við Vega­gerðina fyr­ir for­valið skild­um við verk­efnið þannig að það væri val­kvætt hvort verktak­inn fjár­magnaði Ölfusár­brú eða ekki. Þegar við feng­um síðan gögn­in var það ekki leng­ur val­kvætt held­ur skylda,“ seg­ir Karl Andreassen for­stjóri Ístaks um þá kröfu rík­is­ins að fram­kvæmd­araðili fjár­magi bygg­ingu Ölfusár­brú­ar.

<>

ÞG Verk var eina fyr­ir­tækið úr for­vals­hópi sem skilaði inn til­boði og tel­ur Karl ástæðuna fyr­ir því vera þá að Vega­gerðin breytti for­send­um útboðsins.

Útskýrðu beiðni um breyt­ingu

„Ef við hefðum vitað fyr­ir fram að það væri skylda að fjár­magna fram­kvæmd­ina hefðum við sett sam­an annað teymi og fengið með okk­ur fjár­mögn­un­araðila sem hefði verið til­bú­inn að fjár­magna fram­kvæmd­ina og þá hefðum við verið und­ir­verk­tak­ar hans.“

Hann seg­ir að á þeim tíma hafi Ístak verið búið að setja sam­an hóp sem hafði áhuga á að taka að sér fram­kvæmd­ina, en hafði ekki áhuga á að fjár­magna verkið.

„Við út­skýrðum þetta allt fyr­ir Vega­gerðinni hvernig við lit­um á þetta og send­um fyr­ir­spurn um hvort við mætt­um breyta teym­inu þannig að við byðum í verkið með fjár­mögn­un­araðila, en því var ekki svarað.“

Spurður hvaða breyt­ing­ar Ístak hefði þurft að gera á teymi sínu til að skila inn full­fjár­mögnuðu til­boði seg­ir Karl að fyr­ir­tækið hefði þurft fjár­mögn­un­araðila með sér, sem hefðu tekið fjár­mögn­un­ina inn á sín­ar bæk­ur.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is