Home Fréttir Í fréttum Nýjar íbúðir eru lengur að seljast

Nýjar íbúðir eru lengur að seljast

87
0
Rúmlega 44% íbúða til sölu eru nýjar íbúðir. mbl.is/Arnþór

Heild­ar­velta á íbúðamarkaði hef­ur dreg­ist sam­an á síðustu mánuðum, sam­hliða fækk­un kaup­samn­inga miðað við vor- og sum­ar­mánuði. Aukið fram­boð á fast­eigna­markaði má að miklu leyti skýra með fjölda nýrra íbúða sem komið hafa á markað í ár og selst hægt, sér í lagi á höfuðborg­ar­svæðinu. Rúm­lega 44% íbúða til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu eru nýj­ar íbúðir.

<>

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Grinda­vík hef­ur haft áhrif

Í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins er hlut­deild nýrra íbúða í fram­boði einnig sögu­lega mik­il, en tæp­lega 41% allra íbúða til sölu á svæðinu er í ný­bygg­ing­um. Á lands­byggðinni er hlut­deild ný­bygg­inga einnig sögu­lega mik­il, en þó er hún nokkuð minni en á höfuðborg­ar­svæðinu og í ná­grenni þess.

Þing­lýst­ir kaup­samn­ing­ar voru um 1.000 tals­ins í sept­em­ber­mánuði, en þeir voru álíka marg­ir í ág­úst. Kaup­samn­ing­um hef­ur fækkað lít­il­lega á haust­mánuðum ef miðað er við vor- og sum­ar­mánuði þessa árs.

Kaup­samn­ing­ar í sept­em­ber voru 20% fleiri en þeir voru í sama mánuði í fyrra.

Stór hluti kaup­samn­inga á vor- og sum­ar­mánuðum var vegna upp­kaupa rík­is­ins á fast­eign­um í Grinda­vík og íbúðakaupa ein­stak­linga sem þar áttu lög­heim­ili.

At­b­urðirn­ir í Grinda­vík hafa haft tölu­verð áhrif á markaðinn á þessu ári, en á höfuðborg­ar­svæðinu og ná­grenni voru kaup­samn­ing­ar í apríl til júní tvö­falt fleiri en þeir voru á sama tíma í fyrra.

Heimild: Mbl.is