Home Fréttir Í fréttum Íslandsþari sækir aftur um lóð við Húsavíkurhöfn

Íslandsþari sækir aftur um lóð við Húsavíkurhöfn

52
0
Tölvuteikning af fyrirhugari verksmiðju Íslandsþara. Fyrirtækið hefur nú sótt um aðra lóð við Húsavíkuhöfn. Íslandsþari

Íslandsþari hefur á ný óskað eftir lóð fyrir þaravinnslu á hafnarsvæðinu á Húsavík. Lóðaumsókn fyrirtækisins á síðasta ári var afar umdeild og Íslandsþari dró hana á endanum til baka. Ekki var einhugur um afgreiðslu umsóknarinnar í skipulagsráði.

<>

Íslandsþari hefur sent Norðurþingi umsókn um lóð við Búðarfjöru 1 á Húsavík, sem er á uppfyllingu syðst á hafnarsvæðinu. Skemmst er að minnst umsóknar Íslandsþara um aðra lóð við Húsavíkurhöfn á síðasta ári. Miklar deilur risu af henni og þótti starfsemi þaravinnslu engan veginn eiga heima við höfnina.

15 stöðugildi í verksmiðjunni í fyrstu
Ósk Íslandsþara er um lóð til uppbyggingar 1.000 fermetra húss á hafnarsvæðinu fyrir úrvinnslu stórþara, með möguleika á stækkun í náinni framtíð. Vikublaðið greinir frá því að í fyrstu sé áformað að vinna úr allt að 20 þúsund tonnum af þara á ári í fyrirhugaðri verksmiðju með möguleika á stækkun í áföngum á fjórum til fimm árum.

Gert sé ráð fyrir 15 stöðugildum í fyrstu og að í þessari vinnslu hafi verið horfið frá fyrri hugmyndum um efnanotkun við þurrkun þarans.

Heimild: Ruv.is