Home Fréttir Í fréttum Ekki fylgst með hvort sömu aðilar séu ítrekað brunavaldar

Ekki fylgst með hvort sömu aðilar séu ítrekað brunavaldar

59
0
Fyrir liggur að engar kröfur eru gerðar um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við þakpappalögn, en brunahætta við slíka vinnu er töluverð. mbl.is/Árni Sæberg

Reglu­verkið í kring­um „heita vinnu“ þar sem unnið er með op­inn loga virðist ekki nægi­legt hér á landi til sam­an­b­urðar við önn­ur lönd. Ekk­ert form­legt ut­an­um­hald er um hvaða aðilar valdi brun­an­um og hvort þeir geri það ít­rekað.

<>

Fyr­ir ligg­ur að eng­ar kröf­ur eru gerðar um mennt­un eða hæfni þeirra sem starfa við þakpappa­lögn, en bruna­hætta við slíka vinnu er tölu­verð og hef­ur slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinnt yfir 40 út­köll­um sem tengj­ast þess hátt­ar vinnu á síðustu 10 árum.

Verk­tak­ar eru ekki ábyrg­ir fyr­ir bruna­tjóni held­ur eru bæt­ur sótt­ar í bruna­trygg­ingu eig­anda fast­eign­ar­inn­ar.

Málþing um heita vinnu fór fram á veg­um Sjóvá í gær þar sem full­trú­ar frá slökkviliðinu og trygg­inga­geir­an­um, auk er­lends sér­fræðings tóku til máls.

Óvænt­ar áskor­an­ir í Kringl­unni
Al­dís Rún Lár­us­dótt­ir, sviðsstjóri for­varna­sviðs slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir óvænt­ar áskor­an­ir hafa komið upp í tengsl­um við brun­ann í Kringl­unni þar sem reyk- og vatns­tjón var mikið.

Hægt var að ráðast í skjóta verðmæta­björg­un og skaðam­innk­un í sam­starfi við trygg­ing­ar­fé­lög og búðar­eig­end­ur en tjónið var viðfangs­mikið og ekki eitt sér­hæft teymi sem gat gengið í verkið – líkt og er víða ann­ars staðar.

„Það þurfti öfl­ug­ar vatns­sug­ur til að þrífa þarna og svo kom í ljós að það vantaði niður­föll, það var ekki bara hægt að skafa þetta ofan í niður­föll held­ur þurfti að færa allt vatn af staðnum. Það var tölu­verð áskor­un.“

Eld­ur kviknaði í þaki Kringl­unn­ar í sum­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vant­ar tengsl á milli þjálf­un­ar og leyf­is­veit­ing­ar
Seg­ir Al­dís skýr­an vilja á meðal hagaðila um að gera þurfi störf á borð við þakpappa­lagn­ingu starfs­leyf­is­skyld svo að ein­hver trygg­ing sé fyr­ir því að fólk hafi grunnþekk­ingu á ör­ygg­is­ráðstöf­un­um.

Eins og er sé eng­in form­leg eða kerf­is­bund­in þjálf­un á Íslandi til loga­leyf­is­veit­inga. Pia Lj­unggren, sér­fræðing­ur hjá Bruna­varna­fé­lagi Svíþjóðar, sér­hæf­ir sig í heitri vinnu og tók einnig til máls á þing­inu.

Brýndi Pia mik­il­vægi þess að starfs­fólk væri meðvitað um áhættuþætti tengda heitri vinnu til þess að geta metið aðstæður hverju sinni. Lyk­il­atriði þess væri reglu­bund­in þjálf­un starfs­fólks og að leyf­is­veit­ing væri bund­in slíkri þjálf­un.

Al­dís seg­ir brun­ann í Kringl­unni hafa haft áhrif á sam­fé­lagið. Slökkviliðinu hafi í kjöl­farið borist fleiri til­kynn­ing­ar um að brun­vörn­um væri ábóta­vant á vinnusvæðum. Eggert Jó­hann­es­son

Bár­ust fleiri til­kynn­ing­ar frá al­menn­ingi
Stór viðburður eins og brun­inn í Kringl­unni hef­ur skilið eft­ir sig spor í sam­fé­lag­inu að sögn Al­dís­ar en hún seg­ir slökkviliðinu hafa borist fleiri til­kynn­ing­ar frá al­menn­ingi um að ekki væri nógu vel staðið að bruna­vörn­um á ýms­um vinnusvæðum, í kjöl­far brun­ans.

Mik­il­vægt sé að verk­tak­ar og iðnaðar­menn taki varúðarráðstaf­an­ir al­var­lega enda geti það skipt sköp­um þegar t.d. er unnið er með op­inn eld uppi á þaki, að slökkvi­tækið sé inn­an seil­ing­ar en ekki úti í bíl. Því sé mik­il­vægt að hús­eig­end­ur kynni sér hvort verk­tak­ar þeirra starfi eft­ir ákveðnum regl­um.

„Í dag er í raun­inni ekk­ert fylgst með því hvort sömu aðilarn­ir séu vald­ar að bruna aft­ur og aft­ur. Kerfið held­ur ekki utan um það af því það er sótt um bruna­trygg­ingu eig­anda fast­eign­ar­inn­ar,“ seg­ir Al­dís.

Ekki eru gerðar kröf­ur um að óháður aðili hafi eft­ir­liti með ör­ygg­is­ráðstöf­un­um á bygg­ing­ar­svæðum. mbl.is/Þ​or­steinn

Verk­tak­ar ekki ábyrg­ir fyr­ir bruna­tjóni
Eyj­ólf­ur Kristjáns­son, sér­fræðing­ur hjá Sjóva, tek­ur und­ir það og seg­ir mik­il­vægt að kaup­andi gæti sín líkt og þegar hann kaupi sér aðra þjón­ustu eða vöru. Marg­ir viti ekki að ábyrgðartrygg­ing verk­taka tek­ur ekki á bruna­tjóni.

„Ef það kem­ur verktaki heim til þín sem þú biður um að leggja pappa á þakið þitt og hann kveik­ir í hús­inu, þá koma bæt­urn­ar úr bruna­trygg­ing­unni þinni og hann er kannski kom­inn í næstu götu og far­inn að bræða pappa á hús þar,“ seg­ir Eyj­ólf­ur.

„Þú verður svo­lítið að þekkja þann aðila sem þú ætl­ar að kaupa þjón­ustu af. Áður en þú get­ur tekið ákvörðun um að leyfa hon­um að vinna með op­inn eld á þak­inu þínu.“

Hafa eft­ir­lit með sjálf­um sér
Verk­tak­ar séu í raun oft­ar en ekki að ann­ast eft­ir­lit með eig­in vinnu­brögðum og ör­ygg­is­ráðstöf­un­um. Best sé að fólk leiti til sér­fræðinga og óháðra aðila til að aðstoða við ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir á bygg­ing­ar­svæðum.

Hann minn­ir sömu­leiðis á mik­il­vægi þess að upp­færa bruna­bóta­mat eft­ir því sem fram­kvæmd­ir og end­ur­bæt­ur á eign eigi sér stað á heimasíðu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, til að tryggja að trygg­ing­ar séu í sam­ræmi við virði eign­ar­inn­ar.

Seg­ir Eyj­ólf­ur vert að skoða hvort hagaðilar á borð við vá­trygg­inga­fé­lög, eld­varn­ar­banda­lagið og slökkviliðið geti lagst á eitt um að koma á strang­ara reglu­verki í kring­um eld­varn­ir í bygg­ing­ariðnaðinum.

Það gæti t.d. fallið í hlut vá­trygg­inga­fé­laga að upp­færa skil­mála sína og gera kröfu um að ít­ar­legri ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir séu gerðar þegar kem­ur að t.d. heitri vinnu.

Heimild: Mbl.is