Home Fréttir Í fréttum 28.6.2016 Isavia – Stækkun flughlaðs til austurs á Keflavíkurflugvelli

28.6.2016 Isavia – Stækkun flughlaðs til austurs á Keflavíkurflugvelli

234
0

<>

Isavia er að stækka flughlaðið á Keflavíkurflugvelli til austurs, þessi framkvæmd er hluti af þeirri stækkun. Framkvæmdinni er skipt upp í tvo áfanga, í fyrri áfanganum eru tvö flugvélastæði og akstursbraut og í seinni áfanganum eru þrjú flugvélastæði.

Verktaki tekur við framkvæmdarsvæðinu eins og það er við upphaf verksamnings. Vestan- og norðanmegin við framkvæmdarsvæðið eru framkvæmdir við stækkun flughlaðsins og þarf verktaki að samnýta aðkomuveg að vinnusvæði og bráðabirgðaveg fyrir efnisflutninga með öðrum verktaka.

Verktaki tekur að sér jarðvinnu, fyllingar, leggja flughlaðsmalbik og steypu. Ásamt því að koma fyrir raflögnum, regnvatnslögnum, brunnum, ofanvatnsrennum, ljósamöstrum, ljósaundirstöðum, ídráttarrörum, strengjum ásamt öðrum rafbúnaði. Að auki mun verktaki sjá um lagningu olíulagnar og uppsetningu á brunnum í flughlaði og samsíða akbraut November.

Helstu kennitölur eru:

Gröftur:                           99.500 m3

Fyllingar:                     216.200 m3

Burðarlög:                   4.310 m3

Malbik:                        34.550 m²

Flughlaðssteypa:         9.255 m³

Regnvatnslagnir:         690 m

Raflagnir:                    14.000 m

Olíulagnir:                   1.690 m

Útboðsgögn verða gerð aðgengileg miðvikudaginn  18.05.2016 á vef Ríkiskaupa.

Verð á útboðsgögnum

3500 kr

Opnunarfundur:

28.6.2016, 11:00