Home Fréttir Í fréttum Geta gert samning um afnot af seldum húsum

Geta gert samning um afnot af seldum húsum

32
0
Hollvinir munu sjálfir sjá um viðhald, eftirlit og umhirðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sem hafa selt Fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu hús sín í Grinda­vík geta nú gert samn­ing um af­not af hús­inu og greiða þá aðeins fyr­ir hita og raf­magn.

<>

Um er að ræða svo­kallaðan holl­vina­samn­ing við selj­end­ur hvað varðar um­hirðu, minni­hátt­ar viðhald og al­mennt eft­ir­lit með eign­un­um. For­senda er þó að ör­uggt sé talið að vera í eign­inni og á lóðinni í kring.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu.

Ekki heim­ilt að dvelja næt­ur­langt
„Með því að gera holl­vina­samn­ing ákveður „holl­vin­ur“ að leigja aðgang að hús­inu sem Þórkatla hef­ur keypt af þeim. Holl­vin­ur hef­ur þá heim­ild til þess að nota húsið inn­an þeirra marka sem koma fram í samn­ingn­um en meðal þess er heim­ild til að geyma lausa­fé í eign­inni og sinna viðhaldi og um­hirðu eft­ir hent­ug­leika. Þannig geta selj­end­ur viðhaldið tengsl­um sín­um við húsið og í raun „gætt þess“,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Meðan samn­ing­ur­inn er í gildi er því gengið út frá því að holl­vin­ur heim­sæki eign­ina og sinn­ir Þórkatla því ekki hefðbundnu eft­ir­liti á meðan, nema holl­vin­ur óski eft­ir því sér­stak­lega. En tekið er fram að óheim­ilt sé að dvelja í fast­eign­inni næt­ur­langt. Einnig er óheim­ilt að hafa þar fasta bú­setu.

Kostnaður við holl­vina­samn­ing verður tvíþætt­ur. Ann­ars veg­ar borg­ar holl­vin­ur mánaðarleg­an kostnað af raf­magni og hita á fast­eign­inni. Hins veg­ar greiðir holl­vin­ur 30.000 kr. ein­skipt­is um­sýslu­gjald þegar samn­ing­ur­inn er gerður.

914 um­sókn­ir verið samþykkt­ar
Alls hafa 952 um­sókn­ir um kaup á íbúðar­hús­næði borist, en 914 af þeim hafa verið samþykkt­ar. Þar af eru 46 um­sókn­ir þar sem fé­lagið fellst á að tíma­bundn­ar aðstæður hafi skýrt skrán­ingu á lög­heim­ili ann­ars staðar en í hinni seldu eign. Þegar hef­ur verið gengið frá 907 kaup­samn­ingn­um. Þá hef­ur af­hend­ing farið fram í 823 til­vik­um og 785 af­söl verið und­ir­rituð.

Heild­ar­fjárfest­ing fé­lags­ins í þeim 907 eign­um sem gengið hef­ur verið frá til þessa eru um 69,5 millj­arðar króna. Þar ef eru kaup­samn­ings- og af­sals­greiðslur um 48,3 ma. kr. og yf­ir­tek­in hús­næðislán um 21,2 ma. kr.

Heimild: Mbl.is