Home Fréttir Í fréttum Lega borgarlínu breytist í miðbænum

Lega borgarlínu breytist í miðbænum

55
0
Teikning af borgarlínuvagni í nýrri umhverfismatsskýrslu sem kynnt er í skipulagsgátt. Teikning/Artelia/Moe/Gottlieb Paludan Architects/Yrki/Hnit

Nokkr­ar breyt­ing­ar verða á legu borg­ar­línu í miðbæn­um miðað við þær til­lög­ur sem sett­ar eru fram í nýrri um­hverf­is­mats­skýrslu fyr­ir fyrstu lotu borg­ar­línu sem lögð var fram í skipu­lags­gátt til kynn­ar í vik­unni.

<>

Meðal ann­ars verður Frí­kirkju­veg­ur aðeins fyr­ir borg­ar­línu en ekki al­menna um­ferð og ekki verður farið um Suður­götu, vest­an Tjarn­ar­inn­ar, eins og áður var áformað. Einnig er gert ráð fyr­ir borg­ar­línuak­rein fram­hjá Hörpu, sem ekki var í fyrri plön­um. Þá vek­ur at­hygli að áfram er í kynn­ing­unni talað víða um Miklu­braut­ar­stokk frek­ar en Miklu­braut­ar­göng, þrátt fyr­ir að í ný­lega upp­færðum sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins sé talað fyr­ir göng­um.

Um er að ræða upp­færðar hug­mynd­ir sem áður höfðu verið lagðar fram í janú­ar 2021 þegar for­send­ur og frumdrög að fyrstu lotu verk­efn­is­ins voru kynnt­ar.

Sam­kvæmt nýrri um­hverf­is­mats­skýrslu um borg­ar­línu sem nú er í kynn­ingu í skipu­lags­gátt hafa verið gerðar breyt­ing­ar á fyrri áform­um um legu borg­ar­línu í miðbæn­um. Loka á fyr­ir al­menna um­ferð um Frí­kirkju­veg en Suður­gata aust­an Hring­braut­ar verður tví­stefnu­gata. mbl.is/​Sig­urður Unn­ar Ragn­ars­son

Fyrsta lota er sá áfangi borg­ar­línu­verk­efn­is­ins sem nær frá Ártúns­höfða og yfir þró­un­ar­svæði vegna Sæ­braut­ar­stokks, um Suður­lands­braut niður á Hlemm og þaðan niður Hverf­is­götu á Lækj­ar­torg. Því næst um há­skóla­svæðið og Vatns­mýri, gegn­um BSÍ-svæðið og meðfram Land­spít­ala og þaðan niður að HR, yfir Foss­vogs­brú og um Kárs­nes upp í Hamra­borg.

Nokk­ur svæði inn­an þessa áfanga eru áfram ófrá­geng­in, en það er meðal ann­ars þar sem þau eru hluti af öðrum verk­efn­um/​skýrsl­um, deili­skipu­lag ligg­ur ekki fyr­ir eða það á eft­ir að meta verk­efn­in bet­ur. Þetta eru:

  • Mikla­braut­ar­stokk­ur/​göng
  • Sæ­braut­ar­stokk­ur
  • Foss­vogs­brú
  • Upp­bygg­ing­ar­svæði-Sam­göngumiðuð þró­un­ar­svæði (þau fjöl­mörgu þétt­ing­ar­svæði sem eru meðfram borg­ar­lín­unni)

Í korta­gögn­um með skýrsl­unni má einnig sjá að eft­ir á að vinna deili­skipu­lag fyr­ir teng­ingu borg­ar­lín­unn­ar við Hamra­borg, eða eins og það er orðað: „Deili­skipu­lag Hamra­borg­ar verður skoðað þegar ákv­arðanir Kópa­vogs liggja fyr­ir.“ Þá er lítið svæði neðan Arn­ar­hóls við Hörpu einnig merkt sem svæði sem sé hluti af ann­arri skýrslu. Þá vant­ar inn út­færslu á BSÍ-svæðinu.

Fyrsti áfangi borg­ar­línu á að ná frá Ártúns­höfða og niður í miðbæ og þaðan gegn­um há­skóla­svæðið, fram­hjá Land­spít­al­an­um og HR og yfir í Kárs­nes og upp í Hamra­borg. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa borg­ar­línu

Ártúns­höfði-Skeif­an
Ef byrjað er uppi við Ártúns­höfða má á korta­gögn­um sjá hvernig fyrsta stoppistöðin verður við nýtt torg sem fær nafnið Kross­mýr­ar­torg, en það er við nú­ver­andi gatna­mót Breiðhöfða og Stór­höfða, stutt frá þeim stað þar sem Ísaga gas var áður til húsa.

Borg­ar­lín­an verður svo í sérrými, sam­hliða al­mennri um­ferð, niður nýj­an hluta af Stór­höfða sem mun liggja að Sæv­ar­höfða, rétt norðan við BL. Þarna á að fara um nýtt upp­bygg­ing­ar­svæði á Ártúns­höfða, þar sem meðal ann­ars verður nýtt íbúðahverfi með grunn­skóla og leik­skóla.

Þaðan held­ur borg­ar­lín­an áfram yfir Geirs­nef og það svæði sem verður hluti af þró­un­ar­svæði Sæ­braut­ar­stokks­ins, í kring­um End­ur­vinnsl­una. Þar sem Sæ­braut­ar­stokk­ur­inn er ekki hluti þess­ar­ar skýrslu er ekki farið náið í þá út­færslu, en ljóst er að það verða tvær brýr sitt hvoru meg­in við Geirs­nefið og farið um verndaðar leir­ur vest­an meg­in.

Um Suður­lands­braut­ina, aust­an Skeif­unn­ar, verður svo farið á milli nú­ver­andi götu og hjóla­stígs­ins í sérrými fyr­ir borg­ar­lín­una. Hring­torgið þar sem Skeiðar­vog­ur og Suður­lands­braut mæt­ast mun taka stakk­ar­skipt­um og verða breytt í hefðbund­in fjög­urra átta gatna­mót. Það þýðir að teng­ing­in inn í Fáka­fenið verður tek­in í burtu.

Breyta á hring­torg­inu við Suður­lands­braut og Skeiðar­vog í ljós­a­stýrð gatna­mót. Teng­ing­in við Fáka­fen sem er í dag rétt við veit­ingastaðinn Metro er ekki í breyt­ingaráformun­um. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

Skeif­an-Hlemm­ur
Eft­ir hring­torgið er gert ráð fyr­ir að ak­rein­um fyr­ir al­menna um­ferð um Suður­lands­braut og síðar Laug­ar­veg­ur niður að Katrín­ar­túni muni fækka um eina í hvora átt, en í staðinn koma sérrými fyr­ir borg­ar­línu. Var það einnig í fyrri áform­um

Í skýrsl­unni er vísað til áhrifa sem þetta gæti haft á um­ferð á þess­um hluta Suður­lands­braut­ar. „Sam­göngu­spá fyr­ir árið 2027 ger­ir ráð fyr­ir til­komu Borg­ar­lín­unn­ar og þreng­ingu Suður­lands­braut­ar úr fjór­um ak­rein­um í tvær. Sam­kvæmt spánni dregst dag­leg bílaum­ferð á Suður­lands­braut sam­an um 30% miðað við grunn­árið 2019. Að sama skapi eykst farþega­fjöldi í al­menn­ings­sam­göng­um um 200%. Það verður einnig 100 % aukn­ing á farþega­fjölda í al­menn­ings­sam­göng­um um Sæ­braut og Súðavog. Það bend­ir allt til þess að við þessa aðgerð verði til­færsla á bílaum­ferð frá Suður­lands­braut yfir á Sæ­braut og Miklu­braut.”

Hverf­is­gata verður í vesturátt aðeins fyr­ir borg­ar­línu, en fyr­ir blandaða um­ferð í austurátt. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

Sá hluti Laug­ar­vegs sem nær frá Katrín­ar­túni niður á Hlemm verður svo lokað fyr­ir al­menna um­ferð, en þar verður borg­ar­lína í sérrými. Hlemmsvæðið er allt hugsað sem göngu­svæði fyr­ir utan borg­ar­lín­una eft­ir Laug­ar­vegi og inn á Hverf­is­göt­una.

Um Hverf­is­götu er svo áfram gert ráð fyr­ir að borg­ar­lína verði í sérrými í vesturátt, en í blönduðu rými með al­mennri um­ferð í austurátt.

Nýj­ar út­færsl­ur í miðbæn­um
Þegar komið er niður Hverf­is­götu tek­ur við breytt út­færsla á því sem hafði komið fram í frumdrög­un­um 2021. Gert er ráð fyr­ir litl­um hring svo farið sé fram­hjá Hörpu og stoppistöð þar fyr­ir fram­an. Þá er gert ráð fyr­ir stoppistöð og aðstöðu fyr­ir vagn­stjóra á bíla­stæðinu við Skúla­götu sem er vest­an við Olís bens­ín­stöðina.

Í skýrsl­unni núna er út­víkk­un að gert er ráð fyr­ir hring niðri við Hörpu og viðsnún­ings­svæði. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

Í Lækj­ar­götu er líkt og í fyrri áform­um gert ráð fyr­ir að fækka al­menn­um ak­rein­um um eina í hvora átt og hafa sérrými fyr­ir borg­ar­línu. Hins veg­ar hafa tals­verðar breyt­ing­ar verið gerðar á hvernig teng­ing frá Lækj­ar­götu yfir að há­skóla­svæðinu eru hugsaðar. Áður var gert ráð fyr­ir að vagn­ar færu til suðurs eft­ir Frí­kirkju­vegi og Skot­hús­veg, en þegar þeir væru að koma frá há­skól­an­um færu þeir Suður­göt­una og fram­hjá ráðhús­inu niður í Lækj­ar­götu.

Sam­kvæmt skýrsl­unni núna er al­veg hætt við Suður­götu­áformin en þess í stað verður lokað fyr­ir al­menna um­ferð um Frí­kirkju­veg­ur­inn og Skot­hús­veg upp að Bjark­ar­götu, en í staðinn verður sérrými fyr­ir borg­ar­línu. Sam­hliða þessu er gert ráð fyr­ir að Suður­gat­an fyr­ir ofan Tjörn­ina verði að tví­stefnu­götu á ný.

Al­menn um­hverð mun hverfa af Skot­hús­vegi með breyt­ing­un­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Í skýrsl­unni frá 2021 er komið inn á þau áhrif sem þessi breyt­ing er tal­in hafa: „Myndi sú breyt­ing hafa já­kvæð áhrif á greiðfærni borg­ar­lín­unn­ar. Talið er að sú breyt­ing myndi leiða til minni bílaum­ferðar í miðborg­inni en lík­legt er að um­ferð bíla í öðrum nær­liggj­andi göt­um myndi aukast, svo sem í Von­ar­stræti og Suður­götu, sem bera aukn­ingu af þeim toga illa. Lausn af þeim toga þar sem bílaum­ferð er tak­mörkuð að ein­hverju leyti þarf því að skoða nán­ar og í sam­hengi við framtíðarlausn á sam­göngu­skipu­lagi Kvos­ar­inn­ar”

Nú er einnig gert ráð fyr­ir að Frí­kirkju­veg­ur verði lokaður fyr­ir al­menna um­ferð og tek­inn al­farið und­ir borg­ar­línu. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

Suður­gata-HÍ
Eft­ir Bjark­ar­götu verður blandað rými al­mennr­ar um­ferðar og borg­ar­línu að Mela­hring­torg­inu, en því verður reynd­ar skipt út fyr­ir ljós­a­stýrð gatna­mót.

Um Suður­götu, sunn­an nú­ver­andi hring­torgs, er gert ráð fyr­ir að fækka ak­rein­um fyr­ir al­menna um­ferð úr tveim­ur í hvora átt í eina og hafa á móti sérrými fyr­ir borg­ar­línu. Áfram er gert ráð fyr­ir að beygt sé af Suður­götu niður Sturlu­götu og í gegn­um há­skóla­svæðið og fram­hjá Nor­ræna hús­inu og Öskju.

Hring­torgið við Þjóðar­bók­hlöðuna verður að gatna­mót­um sam­kvæmt út­færsl­um fyr­ir fyrstu lotu borg­ar­lín­unn­ar. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

Uppi höfðu verið hug­mynd­ir um að fara frek­ar Eggerts­göt­una niður á Njarðargötu, enda mik­ill fjöldi íbúa á nem­enda­görðum þar. Hins veg­ar var talið að sú leið myndi þjóna þunga­miðju starf­semi há­skól­ans verr, auk þess sem leiðin mynd­in lengj­ast um 1,3 km án þess að stöðvum yrði fjölgað. Slíkt myndi auka bæði stofn­kostnað og rekstr­ar­kostnað og vega­lengd­ir í kerf­inu.

Breyta á gatna­mót­um Sturlu­götu og Njarðargötu nokkuð og leggja að hluta nýj­an kafla af Njarðargötu fyr­ir bæði al­menna um­ferð og borg­ar­línu í sérrými. Fer borg­ar­lín­an svo yfir gatna­mót Njarðargötu og Hring­braut­ar um sérrými og inn á stæðið þar sem nú er N1 stöðin. Svæðið sem við tek­ur er þró­un­ar­svæði, en ljóst er út frá teikn­ing­um að bens­ín­stöðin mun ekki vera þar áfram.

Borg­ar­lín­an mun fara í sérrými yfir gatna­mót Njarðargötu og Hring­braut­ar og inn á stæðið þar sem nú er N1 stöð við Hring­braut. Enn á eft­ir að út­færa nán­ar hvað mun taka þar við, en talað hef­ur verið um heild­ar­upp­bygg­ingu á BSÍ-reitn­um. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

BSÍ-Land­spít­ali
Allskon­ar hug­mynd­ir hafa verið fyr­ir BSÍ reit­inn. Allt frá upp­bygg­ingu sam­göngumiðstöðvar og yfir í slökkviliðsstöð, nú þegar horft er til þess að færa starf­semi slökkviliðsins úr Skóg­ar­hlíð í nýja miðstöð viðbragðsaðila við Klepp. Hins veg­ar hef­ur þeim upp­bygg­ingaráform­um ít­rekað verið frestað af rík­inu.

Í skýrsl­unni núna er tekið fram að BSÍ svæðið sé ekki rann­sakað í henni og er ná­kvæm út­færsla vænt­an­lega tengt ákvörðunum um hvernig upp­bygg­ing svæðis­ins verður.

Hins veg­ar er gert ráð fyr­ir að borg­ar­lín­an komi inn á Burkna­götu, sem er nýja gat­an á milli Nýja Land­spít­al­ans og Læknag­arða. Gert er ráð fyr­ir bæði al­mennri um­ferð og borg­ar­línu í sérrými út að gatna­mót­um Snorra­braut­ar.

Mikla­braut­ar­stokk­ur/​göng?
Við tek­ur annað svæði sem nokk­ur óvissa rík­ir um, Mikla­torg, eða Mikla­braut­ar­stokks/​ganga svæðið. Í ág­úst á þessu ári var greint frá upp­færslu sam­göngusátt­mál­ans þar sem meðal ann­ars kom fram að ekki væri leng­ur horft til Miklu­braut­ar­stokks, held­ur væri nú horft til þess að setja Miklu­braut í göng. Í nýju skýrsl­unni sem lögð er nú fram virðist þó enn held­ur óljóst hvort verið sé að vinna með stokk eða göng. Þannig má sjá á korti að byggð á fyr­ir­huguðum þró­un­ar­reit við svo­kallað Mikla­torg er sam­kvæmt vinn­ingstil­lögu um Mikla­braut­ar­stokk.

Sjá má vinn­ingstil­lög­una um Mikla­braut­ar­stokk frá ár­inu 2021 í meðfylgj­andi mynd­bandi.

Einnig eru teng­ing­ar frá gatna­mót­um Burkna­götu og Snorra­braut­ar og yfir til Arn­ar­hlíðar í Hlíðar­enda­hverfi í takti við upp­bygg­ingaráform tengd stokkn­um, en það gæti þó einnig passað að ein­hverju leiti við hug­mynd­ir um göng. Í minn­is­blaði vegna sam­göngusátt­mál­ans má sjá að horft er til þess að göng­in nái einnig vest­ur fyr­ir Snorra­braut.

Í um­hverf­is­mats­skýrsl­unni sjálfri er einnig ít­rekað talað um stokk og að gert sé ráð fyr­ir Miklu­braut í stokk. Á öðrum stöðum í skýrsl­unni er þó vísað til þess að við yf­ir­ferð sam­göngusátt­mál­ans sé ákjós­an­legra að setja Miklu­braut í jarðgöng. Að lok­um er talað um mögu­lega staðsetn­ingu Miklu­braut­ar­ganga og vísað í mynd sem þó ekki er að finna í skýrsl­unni.

Í skýrsl­unni er not­ast við vinn­ingstil­lögu vegna Miklu­braut­ar­stokks, líkt og tekið er nokkr­um sinn­um fram í skýrsl­unni. Tekið er fram að þetta svæði sé ófrá­gengið í skýrsl­unni. Hér má sjá Burkna­götu (hægra meg­in) og hvernig borg­ar­lín­an á að beygja inn á Snorra­braut (nýj­an kafla henn­ar) og yfir nú­ver­andi Hring­braut og inn í Arn­ar­hlíð í Hlíðar­enda­hverfi. Skjá­skot/​Verk­efna­stofa Borg­ar­línu

Arn­ar­hlíð-HR
Þegar komið er yfir Hring­braut/​Miklu­braut­ar­göng tek­ur við hluti af Arn­ar­hlíð sem á eft­ir að leggja og verður aðeins hugsaður fyr­ir borg­ar­línu. Eft­ir Vals­hlíð er svo bæði sérrými fyr­ir borg­ar­línu og al­mennt rými. Nær það yfir Flug­vall­ar­veg og niður Naut­hóls­veg niður í HR.

Mennta­veg­ur, sem ligg­ur inn á HR svæðið, verður aðeins hugsaður fyr­ir borg­ar­línu, sem og nýr gata sem mun liggja í átt að sjón­um og meðfram flug­vell­in­um, vest­an meg­in við Bragg­ann og hús­næði Sigl­inga­fé­lags Reykja­vík­ur. Mun sá veg­ur liggja að Foss­vogs­brúnni, en líkt og áður sagði er út­færsla í kring­um brúna ekki hluti af þess­ari skýrslu.

Kárs­nesið
Þegar komið er yfir í Kópa­vog er komið inn á Bakka­braut þar sem gert er ráð fyr­ir borg­ar­línu í sérrými og að hluta til í sam­eig­in­legu rými. Beygt er upp á Borg­ar­holts­braut í gegn­um nýja götu sem mun liggja fram­hjá nú­ver­andi hús­næði Hjálp­ar­sveit­ar skáta í Kópa­vogi og upp á Þing­hóls­braut og áfram á Borg­ar­holts­braut. Þar verður lokað fyr­ir al­menna um­ferð í vesturátt, en borg­ar­lína og al­menn um­ferð í blönduðu rými til aust­urs.

Stæðin sem eru við Sund­laug Kópa­vogs og liggja upp við Borg­ar­holts­braut verða tek­in und­ir breyt­ing­ar þar sem borg­ar­lína og göngu- og hjóla­stíg­ur munu liggja. Enn á eft­ir að út­færa teng­ing­una við Hamra­borg­ar­svæðið.

Heimild: Mbl.is