Home Fréttir Í fréttum Fyrstu lotu borgarlínu á að ljúka 2031

Fyrstu lotu borgarlínu á að ljúka 2031

60
0

Vega­gerðin og Verk­efna­stofa borg­ar­línu hafa lagt fram ít­ar­lega um­hverf­is­mats­skýrslu um fyrstu lotu borg­ar­lín­unn­ar sem jafn­framt er stærsta lot­an.

<>

Hún er um 15 km löng og ligg­ur milli Ártúns­höfða í Reykja­vík og Hamra­borg­ar í Kópa­vogi. Fram­kvæmd­in fel­ur í sér að út­búa rými fyr­ir borg­ar­línu­vagna á þess­ari leið, helst sérrými, en einnig rými fyr­ir aðra virka ferðamáta. Að auki verða út­bún­ar nýj­ar stöðvar á völd­um stöðum. Sam­kvæmt frumdrög­um er gert ráð fyr­ir 26 stöðvum, en það kann að breyt­ast.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að borg­ar­lín­an verði lögð í sex lot­um. Til­gang­ur fram­kvæmd­anna í heild sé að út­búa sérrými fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur, en einnig að byggja upp göngu- og hjóla­stíga meðfram leiðinni, breyta götusniði, aðlaga gatna­mót og byggja nýj­ar brýr yfir Foss­vog og Elliðaár­vog, mæta fjölg­un íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofn­vega­kerfið auk­ist í sama hlut­falli. Borg­ar­lín­an hafi mikla flutn­ings­getu og mun meiri en aðrir sam­göngu­mát­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fram­kvæmd­ir í sjö ár
Áætlað er að upp­bygg­ing fyrstu lotu borg­ar­lín­unn­ar taki í heild um sjö ár. Er miðað við að fram­kvæmd­ir hefj­ist í byrj­un næsta árs og þeim ljúki í lok árs 2031. Í skýrsl­unni seg­ir þó ljóst að áætl­un­in eigi eft­ir að taka breyt­ing­um þegar líður á og hún sé því sett fram ein­ung­is til að gefa grófa hug­mynd.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is