Home Fréttir Í fréttum Segir stöðu útboðsmála alvarlega

Segir stöðu útboðsmála alvarlega

150
0

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, tel­ur það vera al­var­legt mál hversu lítið op­in­ber­ar stofn­an­ir bjóða út og seg­ir vanta skiln­ing á að verið sé að sýsla með pen­inga allra lands­manna.

<>

Þetta kom fram í máli Guðlaugs á fundi Fé­lags at­vinnu­rek­enda um útboðsmál í morg­un. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var: „Er ríkið lé­leg­ur neyt­andi? Vannýtt tæki­færi í inn­kaup­um og útboðsmá­l­um rík­is­ins.“

Guðlaug­ur seg­ir að þær stofn­an­ir sem ekki bjóða út hljóti að hafa of mikið á milli hand­anna og tel­ur að til þeirra ætti að skera niður.

Hann benti á að ríkið kaup­ir vör­ur og þjón­ustu fyr­ir um 88 millj­arða króna á ári. Ein­föld skoðun á útboðsmá­l­um rík­is­stofn­ana var ný­lega fram­kvæmd af hálfu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar og var send­ur út spurn­ingalisti til hlutaðeig­andi. Þar var ein­ung­is spurt um inn­kaup á þjón­ustu sem auðvelt ætti að vera að bjóða út, líkt og tölvuþjón­usta, raf­orka, fjar­skipti, iðnaðar­menn o.fl.

Minni­hluti boðinn út

Spurn­ing­arn­ar náðu til 160 stofn­ana og var niðurstaðan að inn­an við 50% var boðið út. Al­menn rekst­ar­ráðgjöf er sjaldn­ast sett í útboð, eða í 1,3% til­vika, en fjar­skiptaþjón­usta er oft­ast boðin út, eða í 45,6% til­vika.

Það sem auðveld­lega ætti að vera hægt að bjóða út, líkt og raf­magn, var boðið út í um 7,5% til­vika.

Guðlaug­ur sagði þetta vera al­var­lega stöðu og bætti við að málið sneri ekki síður að heil­brigðri og eðli­legri sam­keppni líkt og að hag­kvæm­ari inn­kaup­um.

Þegar samn­ing­ar nást um gott verð er einnig nauðsyn­legt að nýta þá sagði Guðlaug­ur og vísaði í dæma­skyni til ramma­samn­ings um bens­ín­k­aup rík­is­ins. Sam­kvæmt hon­um býður t.d. Olíu­verzl­un Íslands upp á besta af­slátt­inn en samt sem áður fara ein­ung­is um 42% viðskipta rík­is­ins þangað.

Sparnaður þegar kom­inn í ljós

Guðlaug­ur fór yfir niður­stöður starfs­hóps um útboðsmál er starfaði und­ir for­ystu Jóns Björns­son­ar. Hóp­ur­inn hef­ur m.a. lagt til að lang­tíma­áætlan­ir í inn­kaup­um verði gerðar og að þær verði tengd­ar við fram­kvæmd fjár­laga. Þá þurfi ríkið að beita inn­kaupaaðferðum með mark­viss­ari hætti, t.d. með sam­eig­in­leg­um inn­kaup­um, örút­boðum og fækk­un byrgja. Auk þess þurfi að búa til hvata­kerfi fyr­ir stofn­an­ir og birgja.

Ráðist hef­ur verið í vinnu sam­kvæmt þess­um til­lög­um og til marks um ár­ang­ur­inn vísaði Guðlaug­ur til ný­legra örút­boða á tölv­um og papp­ír.

Niðurstaðan í þess­um útboðum var að tölvurn­ar feng­ust á 25% lægra verði og skilaði það sér í 10 til 12 millj­óna króna sparnaði fyr­ir átta stofn­an­ir. Papp­ír­inn fékkst á 30% af­slætti til viðbót­ar við það sem er í ramma­samn­ingi. Þetta leiddi til fjög­urra millj­óna króna sparnaðar hjá fjór­tán stofn­un­um.

Heimild: Mbl.is