Home Fréttir Í fréttum Hluti af iðnaðarsögunni að hverfa

Hluti af iðnaðarsögunni að hverfa

85
0
Verið er að rífa eldri byggingar Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Ármúla í Reykjavík og hverfur með því eitt helsta kennileitið í Múlunum. Samsett mynd

Verið er að rífa eldri bygg­ing­ar Raf­magnsveitu Reykja­vík­ur í Ármúla í Reykja­vík og hverf­ur með því eitt helsta kenni­leitið í Múl­un­um. Fyrr­ver­andi höfuðstöðvar Raf­magnsveit­unn­ar við Suður­lands­braut verða hins veg­ar end­ur­gerðar.

<>

Bygg­ing­in í Ármúla 31 var reist á ár­un­um 1970-1972 en bygg­ing­in við Suður­lands­braut á ár­un­um 1980-1984.

At­hafna­svæði Raf­magnsveit­unn­ar myndaði gróið og sam­fellt svæði eins og sýnt er á loft­mynd hér til hliðar. Svæðið hef­ur verið end­ur­skipu­lagt og verður bygg­ing­in við Suður­lands­braut hluti af 436 íbúða hverfi. Búið er að selja ríf­lega helm­ing íbúða í fyrsta fjöl­býl­is­hús­inu en það næsta kem­ur í sölu á næsta ári.

Bygg­ing­ar Raf­magnsveit­unn­ar við Suður­lands­braut á fyrri árum. Hús hafa vikið fyr­ir þétt­ingu byggðar. Ljós­mynd/​www.mats.is

Fjallað var um áður­nefnd­ar bygg­ing­ar Raf­magnsveit­unn­ar í húsa­könn­un sem unn­in var af Önnu Maríu Boga­dótt­ur, arki­tekt hjá Úrban­ist­an, árið 2019. Þar sagði meðal ann­ars:

„Báðar bygg­ing­arn­ar eru reist­ar eft­ir teikn­ing­um Guðmund­ar Kr. Krist­ins­son­ar arki­tekts og er eldri bygg­ing­in við Ármúla sam­starfs­verk­efni hans og Gunn­laugs Hall­dórs­son­ar arki­tekts og sú yngri sam­starfs­verk­efni Guðmund­ar og Fer­d­in­ands Al­freðsson­ar arki­tekts. Bygg­ing­in við Ármúla er klædd stál­grind­ar­bygg­ing á steypt­um kjall­ara og var reist sem verk­stæðis- og lag­er­bygg­ing Raf­magnsveitu Reykja­vík­ur.

Nán­ar í fimmtu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is