Home Fréttir Í fréttum Bæjarráð vill aðflugsferla við Akureyrarflugvöll endurbætta hið fyrsta

Bæjarráð vill aðflugsferla við Akureyrarflugvöll endurbætta hið fyrsta

29
0
RNP flugleiðsaga Mynd Stefán Trausti Árnason

Segja má að Bæjarráð Akureyrar láti ÍSAVIA heyra það í samþykkt sem ráðið lét frá sér fara eftir fund ráðsins í gær. Óánægja bæjarráðs er vegna tafa við gerð nýrra aðflugsferla fyrir flug úr suðri að Akureyrarflugvelli.

<>

Verkið átti að klára í byrjun þessa árs samkvæmt reglum sem stjórnvöld hér á landi hafa samþykkt.

Bæjarráð vill að ISAVIA klári verkefnið hið fyrsta.

Hér fer á eftir hvernig umræðan er bókuð  fundargerð

,,Rætt um stöðu mála á Akureyrarflugvelli, aukið millilandaflug og seinkun á tilkomu aðflugsferla úr suðri.

Bæjarráð fagnar merkum áfanga í samgöngumálum með reglubundnu millilandaflugi easyJet, fyrst til Gatwick og sl. þriðjudag bættist Manchester við sem áfangastaður.

Hins vegar lýsir bæjarráð yfir áhyggjum með seinagang við hönnun nýrra RNP aðflugsferla úr suðri. Þörf á úrbótum hefur lengi blasað við, sem bæta mun aðgengi og öryggi umtalsvert, ekki síst fyrir núverandi flug easyJet. Í vetur eru áætluð um 100 flug.

Bættir flugferlar úr suðri hafa legið á borði Isavia frá árinu 2020, en frumdrög voru hönnuð þegar árið 2017.

Samkvæmt reglum sem stjórnvöld hafa fullgilt átti að ljúka verkinu fyrir 25. janúar 2024.

Bæjarráð harmar þessa seinkun og skorar á Isavia að ljúka útgáfu RNP ferla sem fyrst.”

Ágætis mynd er með þessari frétt sem skýrir vel við hvað er átt við þegar talað er um þessa aðflugsferla, rauður depill táknar núverandi stöðu, sá græni hvernig staðan verður  þegar  nýju aðflugsferlarnir verða teknir til við að leiðbeina í aðfluginu að Akureyrarflugvelli.

Heimild: Vikubladid.is