Home Fréttir Í fréttum Um 170 ný störf gætu skapast

Um 170 ný störf gætu skapast

91
0
Reynslumiklir aðilar koma að verkefninu á Grundartanga. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Áætlað er að 170 bein störf, auk fjölda af­leiddra starfa, skap­ist verði magnesíum­verk­smiðja Njarðar Hold­ing ehf. á Grund­ar­tanga að veru­leika á næstu árum.

<>

Stefán Ás Ingvars­son for­stjóri Njarðar seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að Grund­ar­tangi sé einn af þeim lóðar­kost­um sem verið sé að skoða inn­an Evr­ópu. Hann seg­ir stofn­un magnesíum­fram­leiðslu á Íslandi vera skyn­sam­lega ákvörðun og ein­stakt tæki­færi fyr­ir land og þjóð. Stefnt er að fyrstu skóflu­stungu árið 2026.

Fé­lagið hef­ur kynnt sveit­ar­stjórn Hval­fjarðarsveit­ar og bæj­ar­stjórn Akra­ness áformin.

Áætluð stærð verk­smiðjunn­ar er 45 þúsund fer­metr­ar og lóðin 58.600 fer­metr­ar. Áætlaður upp­bygg­ing­ar­kostnaður er 200 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði tæpra 30 millj­arða ís­lenskra króna.

Starfar í Kali­forn­íu

Stefán seg­ir reynslu­mikla aðila standa að verk­efn­inu. Sjálf­ur er Stefán raf­magns­verk­fræðing­ur með rann­sókn­araðstöðu við Stan­ford-há­skóla í Kali­forn­íu, þar sem hann býr og starfar.

Skandi­nav­íska verk­fræðistof­an AFRY sér um hönn­un en stof­an hef­ur ára­tugareynslu í hönn­un og ráðgjöf við upp­bygg­ingu málm­verk­smiðja.

Silf­ur­berg ehf. leiðir fjár­mögn­un en inn­an fyr­ir­tæk­is­ins er að sögn Stef­áns mik­il reynsla við upp­bygg­ingu iðnfyr­ir­tækja.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is