Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Hveragerði – Gervigrasvöllur, yfirborð og lagnir

Opnun útboðs: Hveragerði – Gervigrasvöllur, yfirborð og lagnir

120
0
-Hveragerði

Úr fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 07.11.2024

<>

Opnun tilboða í verkið “Hveragerði – Gervigrasvöllur, yfirborð og lagnir” fór fram 24. október 2024.

Kostnaðaráætlun verksins er 176.384.000 kr.

Átta tilboð bárust í verkið en meiriháttar vöntun var á fylgigögnum með einu tilboðinu og var það tilboð því ekki talið uppfylla skilyrði útboðsins.

  • Stjörnugarðar ehf. 149.965.300 kr. 85,02%
  • Topplagnir ehf. 176.191.572 kr. 99,89%
  • Gleipnir verktakar ehf. 177.000.000 kr.100,35%
  • Já Pípulagnir ehf. 179.985.010 kr. 102,04%
  • Smávélar ehf. 189.095.199 kr. 107,21%
  • Mostak ehf. 190.487.800 kr. 108,00%
  • Land og verk ehf. 219.084.328 kr. 124,21%

Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að taka tilboði Stjörnugarða ehf. í verkið.

Heimild: Hveragerdi.is