Vinna er nú hafin við lokun tengiganga í meðferðarkjarna á fimmtu hæð. Fimmta og sjötta hæð meðferðarkjarna verða svæði fyrir legurými sjúklinga. Tengigangurinn mun tengja saman stöng tvö og fjögur og þaðan verður meðal annars aðgangur að útisvæðum sjúklinga sem verða á stöng 3.
„Fimm stangir eru í meðferðarkjarna þar sem öll kjarnasvæði meðferðarkjarnans eru og milli stanganna eru millibyggingar sem hýsa lyftukjarna og stiga.
Þakvirki tengiganga er byggt upp af svokölluðum trapisuplötum sem bera uppi þak tengiganga sem eru gerðir úr stálvirki með útveggjaklæðningu sem Staticus leggur en það fyrirtæki sér um útveggjaklæðninguna á húsið,”segir Jóhann Gunnar Gunnarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is