Home Fréttir Í fréttum 10.12.2024 Axar­vegur (939), verk­hönn­un brúa

10.12.2024 Axar­vegur (939), verk­hönn­un brúa

121
0
Mynd Vegagerðin

Vegagerðin býður hér með út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn.

<>

Brýrnar eru um Innri Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða hluti af fyrirhuguðum 20 km vegi frá vegamótum Skriðdals- og Breiðdalsvegar (95) að vegamótum Hringvegar við Berufjarðarbrú.

Verkinu skal að fulu lokið í 29. janúar 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 8. nóvember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. desember 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.