Home Fréttir Í fréttum Tugmilljarða stækkun gagna­vera á Akur­eyri og í Reykja­nes­bæ

Tugmilljarða stækkun gagna­vera á Akur­eyri og í Reykja­nes­bæ

86
0
Gagnaver atNorth á Akureyri. Ljósmynd: Aðsend mynd

atNorth hefur hafið stækkun tveggja gagnavera í Reykjanesbæ og á Akureyri. Heildarfjárfesting atNorth nemur 41 milljarði króna.

<>

Hafin er stækkun tveggja gagnavera atNorth á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri. Í tilkynningu segir að um sé að ræða umfangsmestu stækkun sem íslenskt gagnaver hefur ráðist og innifeli umtalsvart magn af hátæknibúnaði.

Með stækkun gagnaveranna mætum við aukinni eftirspurn eftir þjónustu atNorth bæði frá erlendum of innlendum viðskiptavinum, en stækkunin er í samræmi við sjálfbæra vaxtarstefnu atNorth og byggir á fyrirliggjandi byggingarleyfum og samningum um orkukaup. Á Akureyri og í Reykjanesbæ er til staðar mikil þekking, mannauður og traust fyrirtæki sem geta veitt atNorth góða þjónustu við rekstur og viðhald á tæknibúnaði í gagnaverum fyrirtækisins,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth.

Auk gagnaveranna í Reykjanesbæ og á Akureyri rekur atNorth gagnaverið ICE01 í Hafnarfirði, en hjá fyrirtækinu starfa yfir 160 manns, fyrir utan verktaka.

Eins og er rekur atNorth sjö gagnaver í fjórum af fimm Norðurlöndunum. Þá eru fjögur ný gagnaver í byggingu, tvö í Finnlandi (FIN02 í Helsinki og FIN04 í Kouvola) og tvö í Danmörku (DEN01 í Ballerup og DEN02 í Ølgod í Varde)

Frá vinstri: Árni Björnsson, stöðvarstjóri gagnavers atNorth á Akureyri, og stofnendur Hringvarma, Alexandra Leeper og Justine Vanhalst.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Samstarf um endurheimt og nýtingu varma
Þá hefur atNorth gengið til samstarfs við Hringvarma um heimt glatvarma frá gagnaverunum til að nota í matvælaframleiðslu.

Hringvarmi kemur til með að setja upp frumgerð búnaðar síns í ICE03 gagnaverinu og nota hitann frá gagnaverinu til að rækta grænspírur (e. microgreens) í samstarfi við Rækta Microfarm.

„Okkur er mikil ánægja að vera með í vistkerfi hátæknigagnavera atNorth. Markmið samstarfsins er að efla íslenskan landbúnað og draga úr þörf fyrir innfluttar vörur um leið og við leggjum lóð á vogarskál hringrásarhagkerfisins á Íslandi,“ segir Justine Vanhalst, meðstofnandi Hringvarma.

Heimild: Vb.is