Home Fréttir Í fréttum Dýrara að byggja á þéttingarreitunum

Dýrara að byggja á þéttingarreitunum

29
0
Uppbygging nýs fjölbýlishúss í Safamýri er hafin. Verklok eru áformuð sumarið 2026. mbl.is/Baldur

Verið er að grafa grunn 40 íbúða fjöl­býl­is­húss á horni Safa­mýr­ar og Háa­leit­is­braut­ar í Reykja­vík en Bjarg íbúðafé­lag mun leigja íbúðirn­ar út.

<>

Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs, seg­ir áformað að af­henda íbúðirn­ar í júní 2026.

Húsið verður á horni Safa­mýr­ar og Háa­leit­is­braut­ar. Teikn­ing/​A2F og Gríma arki­tekt­ar

Bjarg sé að byggja sex íbúðir á Húsa­vík og fimm íbúðir á Hellu. Þá séu nokk­ur verk­efni að hefjast hjá Bjargi. Hefja eigi upp­bygg­ingu 30 íbúða í Reykja­nes­bæ í fe­brú­ar og upp­bygg­ingu 83 íbúða á I-reit á Hlíðar­enda í mars eða apríl.

Þá hygg­ist Bjarg hefja í vor upp­bygg­ingu 24 íbúða í Mos­fells­bæ, fimm íbúða á Flúðum og 28 íbúða á Ak­ur­eyri. Enn frem­ur hygg­ist fé­lagið hefja upp­bygg­ingu 60 íbúða á Veður­stofu­hæðinni í Reykja­vík fyr­ir lok næsta árs.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is