Home Fréttir Í fréttum
14
0
Gömlu bryggjunni er mokað út fyrir þá nýju sem er framar á myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þessa dag­ana er verið að moka burt því sem eft­ir stóð af hinni gömlu Suður­var­ar­bryggju í Þor­láks­höfn.

<>

Þar nærri hef­ur verið út­bú­inn nýr 165 metra lang­ur viðlegukant­ur, en til­koma hans mun bæta mjög alla aðstöðu fyr­ir stærri skip í höfn­inni. Verk­taka­fyr­ir­tækið Hagtak byggði bryggj­una nýju, en jarðvinna, svo sem við að fjar­lægja eldri mann­virki, er á hendi Suður­verks.

„Við von­umst til að skip geti lagst að hinni nýju bryggju með vor­inu. Sitt­hvað er enn ógert, svo sem dýpk­un hafn­ar­inn­ar,“ seg­ir Benja­mín Ómar Þor­valds­son hafn­ar­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Jafn­hliða þeim fram­kvæmd­um sem að fram­an er lýst hef­ur hafn­argarður fram af Suður­var­ar­bryggj­unni verið lengd­ur um 250 metra. And­spæn­is hon­um er Aust­urg­arður.

Hann hef­ur nú verið stytt­ur um 80 metra í því skyni að stór skip sem koma í höfn­ina hafi þar meira snún­ings­rými. Á því er þörf, því vöru­flutn­ing­ar um Þor­láks­höfn fara mjög vax­andi.

Smyr­il-Line ger­ir í dag út þrjú flutn­inga­skip sem eru í sigl­ing­um milli Rotter­dam í Hollandi og Þor­láks­hafn­ar með viðkomu í Fær­eyj­um. Þetta eru skip­in Akra­nes, Glyf­ur­nes og Myk­ines.

Heimild: Mbl.is