Home Fréttir Í fréttum Urgur í Grafarvogi með þéttingu

Urgur í Grafarvogi með þéttingu

130
0
Þéttingarsvæði Hér getur að líta eitt þeirra svæða í Grafarvogi þar sem borgaryfirvöld áforma þéttingu byggðar og útsýni sem íbúar verða af. Ljósmynd/Aðsend

Á sjötta hundrað manns hafa skilað inn at­huga­semd­um í skipu­lags­gátt við áform borg­ar­yf­ir­valda um mikla þétt­ingu byggðar í Grafar­vogi og á fjórða þúsund manns hafa und­ir­ritað mót­mæli við þeim áform­um.

<>

Þar af eru yfir tvö þúsund und­ir­skrift­ir und­ir al­menn mót­mæli við upp­bygg­ingu á þétt­ing­ar­reit­um í Grafar­vogi og um þrett­án hundruð manns hafa mót­mælt upp­bygg­ingu í Sól­eyj­arrima sér­stak­lega.

Þetta seg­ir Ástrós Björk Viðars­dótt­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið, en hún er bú­sett í Vík­ur­hverfi í Grafar­vogi.

Hún seg­ir mikla óánægju með þétt­ingaráform Reykja­vík­ur­borg­ar, bæði í hverf­inu sjálfu sem og í Keldna­landi þar sem til stend­ur að reisa byggð fyr­ir 17.000 manns sem mun nær tvö­falda íbúa­fjöld­ann í hverf­inu.

Af þeim sem gert hafa at­huga­semd­ir við þétt­ingaráformin seg­ir hún að yfir tvö hundruð séu íbú­ar í Vík­ur­hverfi. „Í Vík­ur­hverfi, sem er þó langt frá því að vera stærsta hverfið í Grafar­vogi, telst okk­ur til að séu um 490 íbúðir.

Í þessu sam­hengi má hafa í huga að það að skila inn um­sögn í skipu­lags­gátt er nokkuð sem fæst­ir hafa gert og seg­ir það til um hversu óánægj­an er mik­il,“ seg­ir Ástrós.

„Í raun má horfa á þess­ar töl­ur sem skoðana­könn­un og það er ljóst að íbú­ar í Vík­ur­hverfi eru mót­falln­ir þess­um fram­kvæmd­um og vilja að borg­in hætti um­svifa­laust við þess­ar fyr­ir­ætlan­ir,“ seg­ir hún.

„Nú virðist Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri vera kom­inn í stríð við okk­ur Grafar­vogs­búa ef marka má viðtal við hann í Bít­inu á Bylgj­unni í vik­unni, þar sem hann sak­ar okk­ur um lyg­ar í þessu máli og að við séum mál­pípa Sjálf­stæðis­flokks­ins sem sé aðeins á at­kvæðaveiðum.

Hann sak­ar þar einnig formann Íbúa­sam­taka Grafar­vogs um að vera ein­hver reið kona og sýn­ir þar enn og aft­ur hroka í sam­skipt­um, líkt og hann gerði fyr­ir skemmstu í tengsl­um við mál­efni kenn­ara,“ seg­ir Ástrós.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is