Home Fréttir Í fréttum Útsýnispallar settir á þak Hofs á Akureyri?

Útsýnispallar settir á þak Hofs á Akureyri?

67
0
Tölvugerð myndir, svona gæti framkvæmdin litð út. Myndir Nordic Office of Architecture

Á seinasta fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs voru viðraðar hugmyndir sem unnar voru á Nordic Office of Architecture hér i bæ um útsýnisstað á þaki Hofs.

<>

Hugmynd þessi gengur út á það að smíða þrjá útsýnispalla á þaki Hofs sem vísuðu þá ef af verður í norður, austur og suður.

Horft í suður

Hilda Jana Gísladóttir situr i Umhverfis og mannvirkjaráði og henni þykir þessi hugmynd áhugaverð.: ,,Mjög vel, mjög spennandi verkefni.

Ég tel að við ættum hiklaust að láta meta kostnaðinn og þá ekki síst rekstarkostnaðinn. Held að þetta gæti orðið mjög flottur útsýnisstaður“ sagði Hilda Jana bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í stuttu samtali við vefinn.

Heimild: Vikudagur.is